Þegar ég hef farið til útlanda hefur nafnið mitt alltaf verið smá mál - . Það slapp mjög vel þegar ég vann í sumarbúðunum, en þá notuðum við "camp-names" , mjög hentugt - og einhvernvegin hefur Becca alltaf fest við mig á ferðalögum. Samt sem áður var ég eiginlega búin að ákveða að Berglind skildi ég vera hérna í Ameríkunni (fannst svolítið mikið að vera Becca í 3 ár). - En hallelúja heilagur jesúm..eru þið að grínast - ég sem var vel undirbúin fyrir fyrra nafns leiðréttingu bjóst aldrei við "seinna nafns áhrifunum"!!!
Í bandaríska kerfinu er ég ms. Sveinbjornsdottir. Þar sem að ég hef þurft að sækja um ýmislegt- (social security number - bankareikning -ökuskírteini) og skrifa undir pappíra þá hef ég þurft að nota seinna nafnið mikið - . -Sem þýðir að þær tvær vikur sem ég hef verið hér hef ég þurft að stafa nafnið mitt - útskýra það - og skrifa svona sjöþúsundtuttuguogáttasinnum niður (og þá með prentstöfum takk fyrir) -
Algjörlega uppgefin á nafnaskrifum og útskýringum byrjaði ég í þjálfun í vinnunni - og því fylgir að sjálfsögðu að segja til nafns, semsagt: Berglind góðann daginn, daginn, daginn-. Eftir fyrsta "what! how do you say it???" kjúklingaði ég algjörlega og alveg..."eeee...or just Becca". En eftir því sem leið á þá var orðið svolítið breytilegt hvað ég sagði, allt eftir því sem ég nennti, þannig að í lok dagsins kölluðu mig sumir Becca, aðrir Börglind og já ... Bella (það er algjörlega leyfilegt hjá börnum...ég meina, Darri átti í erfiðleikum með nafnið mitt lengi og kallaði mig Bengadingiding). Semsagt planið mitt algjörlega búið að klúðraðst og ég komin í einhverskonar identity kreisíness.
Ég er búin að setja mér markmið: Fyrir næstu viku verð ég að vera búin að taka bílprófið - finna linsur og ákveða hvaða nafn ég ætla að taka - það er spurning hvort að ég eigi bara að taka þetta af fullri alvöru og bæta við Ms. Sveinbjornsdottir???!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
16 comments:
Well ms. Sveinbjornsdottir!
Gaman að fylgjast með ævintýrum þínum í útlandinu :)
Langaði svo bara að benda þér á góðan stað til að panta linsur. Ég kaupi þær á netinu á www.visiondirect.com og hér á Íslandi þýðir það þrefalt ódýrari linsur en að kaupa þær í búð hér!! Mæli eindregið með þessu - og ekki verra þegar maður er nú bara búsettur í the US of A...
Bestu kveðjur úr Barnaskólanum,
Anna Lilja
vá takk Anna Lilja..er einmitt að googla þetta hérna á netinu;) kveðjur beint til baka:)
Ms. Sveinbjornsdottir er lang virðulegast svo að endilega haltu þig bara við það..........Spurning hvort að þú þyrftir þá að skipta út fataskápnum.......
Gangi þér vel að taka bílprófið en vertu samt búin að fá þér linsur fyrir þann tíma það er trúlega betra að sjá einhvað þarna úti...pottþétt ekki bara einn bíll á ferð auk þín eins og í sveitinni....
Kær kveðja the Yankees (herstöðvarbúarnir)
ja takk takk herstöðvabúar-tók ekki bílprófið í dag... gleymdi vegabréfinu!!!!!!...er hissa á að ég skuli ekki gleyma hausnum á mér einn daginn...þannig að ég verð komin með linsur áður-pantaði þær í dag og afgreiðslumaðurinn spurði hvort að hann mætti bara ekki skrifa þær á sveinb - ;)
En mundu nú, þú málsvari íslenskrar menningar og sögu á erlendri grund að við erum eina þjóðin sem varðveitir okkar menningarbakgrunn í nafnagift..þessi forn norræni siður er ekkert til að skammast sín yfir... you second daughter of Sveinbjörn son of Jón son of Valdimar
Kveðja
(Also) the last daughter of Sveinbjörn son of Jón son of Valdimar
Og Darri first son of Kristján son of Einar son of Kristjan..etc..
s.s ek meina, eina norræna þjóðin þótt víða væri leitað.
Hæ Berglind gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera...já er ekki allt hrikalega stórt í Ameriku manni bara fallast hendur. Nú fer að styttast í ferð okkar til Chicago mig hlakkar mest til að fara í Lane Bryant og biðja um föt í small...það er toppurinn af tilveruni finnst mér. kv. ósk
I feel for you... Mér var einu sinni sagt að nafnið mitt hljómaði eins og "hamburger" - -ójá könum dettur ýmislegt furðulegt í hug!!! Ég var fljót að finna mér styttingu ;)
kveðja, Börglind
Söknum því voðalega hér í BSK. Gott að þú hafir nóg fyrir stafni í henni Amríku - reyndar Guðs fegin að mæta þér ekki á þessum ævintýrum :-) haltu svo áfram að vera frábær og gangi þér ofur vel. Kveðja, Ragga í BSK
Elsku vinkona það er svo gaman að lesa bloggið þitt. Búin að sakna þín í upphafi skólaársins. En fékk smá lækningu við að lesa bloggið og liggja í hláturskasti...
Gangi þér vel í bílprófinu, kannast við þetta að fara framhjá afreininni og eiga í erfiðleikum með að komast á rétta braut.
Hafðu ekki áhyggjur af nafninu - á reyndar við sama vandamál að stríða ...yes. good morning, my name is thorgerdurannaarnardottir ;-)
Jæja sys. er ekki kominn tími á nýtt blogg, ég hef nefnilega ekkert annað að gera en að sitja heima og bíða og bíða og bíða og bíða.......Hún er kannski að bíða eftir því að þú komir í jólafrí.......Þarf samt að byrja að baka fyrir afmælið þar sem afmælisbarnið heimtar 3 kökur, 1 spiderman,1 batman og svo eina superman. þannig að það verður allavegana nóg að eta....
Búin að fá skipið og er það alveg eins og honum langar í, Kjartan vinur hans á eins..:)
Biðjum kærlega að heilsa og þú mátt endilega senda sársaukastrauma til mín svo það fari nú eitthvað að gerast?????
hallo hallo..allir saman:) fae ekki netid fyrr en a laugardaginn...godir hlutir gerast haegt a tessum bae;)en sendi massa strauma til tin Jona - hefdi att ad senda ter nokkrar kokur hedan...nog af teim..kossar og knus til allra kvenna og karla
Sæl góða!
Vildi bara senda smá kveðju á þig héðan frá fyrrum höfuðborg okkar Íslinga! Ég er hér stödd á gistiheimili nánast við hliðina á flugvellinum á meðan ég bíð eftir að komast í íbúðina sem hann Rasmus ætlar að leigja mér! :) Ég hef ekki lent í miklum vandræðum með nafnið hér, meira svona í vandræðum með að velja mér bjórtegund hverju sinni! Nei, nei.. auðvitað eru það engin vandræði ;) Gangi þér áfram vel ms.iceland ;)
kv. Hanna María
Sæl góða!
Vildi bara senda smá kveðju á þig héðan frá fyrrum höfuðborg okkar Íslinga! Ég er hér stödd á gistiheimili nánast við hliðina á flugvellinum á meðan ég bíð eftir að komast í íbúðina sem hann Rasmus ætlar að leigja mér! :) Ég hef ekki lent í miklum vandræðum með nafnið hér, meira svona í vandræðum með að velja mér bjórtegund hverju sinni! Nei, nei.. auðvitað eru það engin vandræði ;) Gangi þér áfram vel ms.iceland ;)
kv. Hanna María
er þessi laugardagur ekki liðinn eða var það sá næsti?
muuuuuuuuuuu
já..hmmm...klikkaði aðeins...en ég er búin að setja inn myndir, undir nýjar myndir....netið ..já tekur tíma...:( en næ að stela neti héðan..kv.
Post a Comment