Monday, September 24, 2007

Bjarnarknapi knái

já...held ég sé búin að komast að því að hefði ég verið með fartölvu í háskólanum hefði ég aldrei útskrifast!!!
Klukkan er þrjár mínútur yfir seint um nótt og ég á mjög erfitt með að halda áfram með mikilvæga Bjarnarverkefnið mitt. Ég er semsagt að reyna að finna leið til þess að fá björn til þess að fara á hestbak...veit ekki...þegar við töluðum um þetta þá virtist þetta ekki vera neitt mikið mál...en þegar kemur að því að fá hann til að fara á bak á hestinum , þá vandast málið. Hvernig fæ ég björn til þess að setjast klofvega á hest? Fyrir utan það, hvernig passa ég það að björninn ráðist ekki á hestinn?? Nú veit ég hvernig mikilvægum vísindamönnum líður þegar þeir takast á við svona krefjandi og mikilvæg verkefni !!!
Er orðin svo svefnrugluð að ég er virkilega búin að setja björninn í skó, einn bláan og einn rauðan (las einhverstaðar að birnir hafa mjög góða litasjón - svo þarf ég bara að lita leiðina að hestinum...semsagt bláa og rauða...) - já já...ég get kannski líka bara sagt að ég hafi notað íslenskan björn... sem er í rauninni nafn á karlmanni þannig að þetta var ekkert mál...mohohohohoh...en já...best að fá sér lúr (sé að það er fólk farið að signa sig inn hérna á msn...klukkan orðin morgun hjá ykkur).
Bjarnarkrumlufæf!!!

3 comments:

berglindb said...

Jahá. Það verður sko gaman að heyra hver lausnin verður - þetta er sko verðugt verkefni :)
Hlakka til að heyra meira!!!

Anonymous said...

hahaha Kári myndi nota sverðið sitt og setja hann í poka og festa hann á bakið á hestinum....en gangi þér annars vel...og takk fyrir pakkann sem kemur bráðum í hús kv jóna mjóna

SewPolkaDot said...

Hæ hæ,

Gaman að fylgjast með hvað er að gerast hjá þér þarna útí langtíburtistan :) Geggjaður bíll bæðavei ;)
Ég á von á Nenítu, Ólöfu, Krissu og vonandi líka Ernu í heimsókn á eftir...vantar bara þig! Kannski skoðum við bara myndir af þér í staðinn úr myndaalbúmunum mínum sem eru orðin meira en áratugs gömul...úff...

Ef björninn er Bangsímon og hesturinn Eyrnaslapi þá er þetta ekkert mál því þeir kunna að tala :)

Kv. Pálína