Friday, May 2, 2008

Á miðvikudaginn fór ég í fyrsta skipti á hafnaboltaleik og var í fyrsta skipti með derhúfu....og í töff hettupeysu- tók að sjálfsögðu lopapeysuna með mér....hún fer hvert sem er !!!
Var alveg ótrúlega gaman...


Maður fær líka svona fallegt blóm á hafnaboltaleikjum..... ;)

Setti inn myndir af glensinu á leiknum......áfram Ísland

11 comments:

Anonymous said...

Gaman að þessu það hefur verið mjög gaman hjá ykkur og þú ert svaka flott í lopapeysunni kossar og knús kv mammaxxx

Olla said...

o en fínt blóm

ég á einmitt svona blóm inní ísskáp.

það fer brátt í magann minn.

o

Anonymous said...

Við hérna í sveitinni sendum þér sárar saknaðarkveðjur....Langt síðan við höfum heyrst og sést. Vonandi gekk vel í hlaupinu/labbinu. Þú þarft að skipta um símafyrirtæki ef það eyðist enþá af reikningnum Þínum þegar þú talar til Íslands...það eru ekki öll símafyrirtæki sem gera það...

Annars ekkert að frétta héðan, Saga smá veik en Kári mjög sprækur og eltir afa sinn eins og skuggann. Alltaf niður í fjárhúsum að taka á móti lömbum..algjör sveitakall....

Jæja fer suður í næstu viku við heyrumst þá Kossar og knús Jóna, Kári og Saga mömmusjúka

berglind said...

Já mamma ...lopapeysan er sko orðin "trade-markið" mitt :)

....Olla...vildi að við gætum fengið okkur blóm saman bráðum;)gerum það kannski bara á skæpinu..höldum "blómaskæpfund"

og að lokum...Jóna og Saga og Kári:) er búin að verað leita að þér á msn og skæpinu...en maður veit að í sveitinni er ekkert verið að fara á netið...þá er bara drukkin beljumjólk og tálgaðar spýtur;) En er að grennslast fyrir um þetta símamál...þeir hjá símafyrirtækinu mínu sögðu að þetta væri svona hjá öllum..hmmm en er að spyrja aðra Íslendinga hérna....hlakka til að heyra í ykkur og sjá myndir af sveitalífinu:)

Anonymous said...

Thanks for being smart (svo ég noti nú úgandískan frasa) þú tekur þig ekkert smá vel út þarna á vellinum :)

Var að hitta konu í morgun sem getur örugglega leigt mér herbergi í að minnsta kosti 2 vikur, frá og með næsta sunnudegi. Fór og kíkti á húsið – rosa fínt og með nettenginu svo vonandi getum við spjallað á sunnudaginn eða í næstu viku.

Hlakka til að heyra í þér

Harpa

Anonymous said...

Elsku frænka,
Ég er búin að vera að reyna að "commenta" hjá þér en það hefur alltaf mistekist (ég tölvunördinn!!!)en mamma þín kom í heimsókn í dag og sýndi mér!
Það er yndislegt að geta fylgst með þér hérna á síðunni (ekkert krípí sko). Hafðu það gott og farðu varlega.
Þangað til næst,
Kv. þín frænka Sigrún.

Anonymous said...

Hæ hó.

Starkaður segir TAKK, TAKK, TAKK elsku Berglind frænka fyrir pakkann sem kom alla leið frá Ameríku...erum búin að máta og hann er rosa fínn í ameríkubuxunum og Ameríkuskyrtunni ... verður aldeilis flottur að spóka sig um hér á Akureyri í Ameríkufötunum:) ... það eru nebblega ekki margir í útlenskum fötum hér í sveitinni...ekki frekar en það eru margir í íslenzkum sveitafötum í Ameríku...á hafnarboltaleik...með blóm:)

knús
Arndís og Starkaður

Anonymous said...

Ok....var að fatta að þetta blóm er TEIKNAÐ INNÁ MYNDINA...einhver minntist á að eiga svona blóm í ísskápnum og þá hélt ég að þetta væri NAMMIBLÓM...hugsaði um það í alla nótt og fór aftur inná síðuna núna í morgun...og þá sá ég að þetta er TEIKNAÐ blóm!!!!!! Svindl!!!!

knús
Arndís frænka og ljóska

berglind said...

ehhehe...já Arndís...þú verður nú að vera með augun opin og ekki láta svona blekkja þig...er bara að búa þig undir og sýna þér aðal trixin hjá "unga" fólkinu..fótósjoppa og svoleiðis yfir svona ósóma eins og öl!!! Hvað veit maður hvað Karítas gerir...já eða hann Starkaður!!!!;)

Anonymous said...

Hey!!! Það var einmitt blóm sem labbaði um íbúðina með Karítas í gær....en kannski var það EKKI blóm...kannski var það STRÁKUR!!! ... eða stór BJÓR!!!

Anonymous said...

já Berglind góð hugmynd að hjóla með tygjubyssu.En málið er að ég vað að hjóla heim stoppaði til að fara yfir götu kemur ekki rauður bíll hægir á sér rennir niður rúðunni og ungur drengur með vatnbyssu sprautar á mig beint í andlitið:(..og mér brá rosa mikið en varð ekki meint af:)...en skyldi hann hafa verið í tölvuleik þ.e að skjóta niður sem flesta vegfarendur ....en nú er bara að græja sig með tygjubyssu...kossar og knús frá hjólagarpinum xxxxx