Tuesday, July 1, 2008

...og þá er ég komin í vikufrí...í þessu fríi ætla ég að skemmta mér með henni Ernu sem er að lenda núna eftir 3 tíma. Allt orðið klappað og klárt...búin að búa um rúmið...setja súkkulaði á koddann...borða súkkulaðið...og skúra gólfin.

Annars er það helst í fréttum að ég og tvær vinkonur ákváðum að flytja úr sveitinni Westborough í borgina Cambridge - fengum íbúð rétt hjá Central Square sem er mitt á milli Harvard og MIT ( algjörlega hugsað út frá efnilegum/velefnuðum mannkostum!!! hvað annað!!!). Erum búnar að vera að koma okkur fyrir-þurftum ekki að kaupa mikið - leigðum okkur trukk og fluttum búslóðina okkar frá westborough og yfir í borgina
(búslóð Berglindar = föt,stóll,borð,hreindýr).
hérna er svo íbúðin 344 Putnam Ave. (náði ekki betri mynd - úti á götu í bráðhættu !!! )
Aðal stússið undanfarna daga hefur verið að kaupa sjónvarp - ég stakk upp á því að við myndum bíða með það - þyrftum kannski ekki allt strax (þar sem að þær eru líka báðar með sjónvarp í sínu herbergi) - en það kom sko ekki til greina...og þar sem að ég bý með svo rosalegum kana stúlkum þá vildu þær STÓRT sjónvarp. - Fórum á Craigslist að skoða sjónvarp (þar sem fólk setur notað/nýtt og selur ódýrt) og enduðum á að finna eitt á góðu verði og hjúmonguss!!! - Gátum ekki náð í það sjálfar heldur þurftum að leigja okkur trukk til að ná í það...fengum það svo loksins í gær og byrjuðum að plögga það inn....kveiktum á því .... alveg rosalega gott hljóð..en...engin mynd.....og allavegana án þess að fara út í smáatriði þá er sjónvarpið bilað...hefur bilað á leiðinni..þe. í flutningunum eða að litla íbúðin okkar ræður bara ekki við svona massa sjónvarp... þannig að núna sitjum við uppi með risasjónvarp í stofunni okkar...kostar örugglega mikið í viðgerð...og líklega alveg jafn mikið að losa sig við það (fá trukk)....höfum sko algjörlega keypt "the cat in the sack" eins og þeir segja á enskunni!!! - vorum að breinstorma í gær hvað við gætum gerð við hana Sonju..(gáfum sjónvarpinu nafn) - gætum tekið út skjáinn og verið með svona brúðuleikhús....klætt sjónvarpið í og haft sem gæludýr...eða notað sem stóóóran myndaramma.....allar hugmyndir vel þegnar :)

En já...þýðir ekkert að gráta yfir þessu....Erna að koma , strönd á morgun....4 júli og jafnvel New York.....

Að lokum..mynd af mér og Sonju

- svona skemmtum við Sonja okkur vel í feluleik...gjúgg gjúgg...segir Berglind

6 comments:

Anonymous said...

ja Sjónvörp geta verið erfið en ertu búin að lemja ofan á það :)..það hefur reynst vel.....En hvað ég samgleðst þér að fá hana Ernu vinkonu þína í heimsókn :) og skemmtið ykkur nú vel En hún Björg litla sysir þín var að leggja af stað vestur með Brillo og þau fara á puttanum sem gengur vonandi vel :) En bara stuð kveðju til ykkar kveðja xxxxx mamma

Anonymous said...

Vá!!!! ekkert smá stór Sonja!!! Bjössi er öfundsjúkur og vill svona Sonju heim til okkar - mér finnst það ekki koma til greina enda vil ég ekki hafa andlitið á honum fyrir framan mig í 10faldri stærð!!! (þ.e.a.s. þegar hann kemur úr fæðingarorlofi - sem hann, b.t.w., ver í golf og að spila bridge á netinu!!! :):):) sem er náttlega nauðsynlegt fyrir velferð Starkaðar *klag* *klag*)

Hugmynd: setjið Sonju á hliðina og notið sem skautasvell.

knús
Arndís á Akó

Anonymous said...

Ahhh svo gaman ad heyra søgur úr ameríkunni! Til hamingju med nyju íbúdina og Sonju!! Hvernig væri ad setja hjól undir sonju og rúlla nidur brekku??

Anonymous said...

....thetta var frá elvu módur í køben sko :)

Anonymous said...

Gleymdi að segja að húsið þitt er rosa flott - fallegur litur og svo hefur mig alltaf dreymt um svona "porch" - þú verður að fá þér ruggustól svo þú getir setið í honum á veröndinni...spurning um að smíða hann úr Sonju???

knús
Arndís á Akó

Nielsen said...

Eg hef bedid tessarar stundar allt mitt lif!!! Ad einhver skuli spyrja: "Hvad a eg ad gera vid sjonvarpid mitt?"

Eg var to fjarri tvi ad vera vongod and einhver virkilega myndi spyrja... og akvad tvi ad nota svarid sem titillinu bloggsins mins...

Ja, pliiiiis notid tad sem blomapott!!!