Í tilefni að því að það var - 15 stig þegar ég fór út í morgun og nasahárin mín frusu...þá hendi ég fram einu ljóði
Það er frost
ekki hiti
borðaðu ost
Galtarviti
Tuesday, December 18, 2007
Sunday, December 16, 2007
Snjór snjór jól
Þá eru prófin búin og eina sem ég þarf að gera er að klára kaupa jólagjafir og vinna.
Ætlaði að klára jólagjafainnkaupin í dag...en veit ekki alveg hvort ég komist eithvað þar sem að það snjóaði svo rosalega í nótt...það snjóar víst líka í útlöndum!!
Fyrsta "snjóbylaviðvörunin" kom seinasta fimmtudag - fórum í vinnuna en þurftum svo að drífa okkur heim um eitt þar sem að það var farið að kyngja niður snjónum. Tók mig 2 tíma að komast heim (venjulega um 20 mín) - Við stelpurnar skelltum okkur út í snjóinn og þar sem að þær hafa aldrei verið í snjó þá sýndi ég þeim hvað væri hægt að gera skemmtilegt - renna sér og svoleiðis (setti inn nýjar myndir)
En já...bara að vona að það snjói nú ekkert meira....annars fá bara allir WalMart dót í jólagjöf!!!
-hreindýrið mitt Mitch Buchanon og Carolyn....
sjáumst eftir smá!!!:)
Stúfur
Ætlaði að klára jólagjafainnkaupin í dag...en veit ekki alveg hvort ég komist eithvað þar sem að það snjóaði svo rosalega í nótt...það snjóar víst líka í útlöndum!!
Fyrsta "snjóbylaviðvörunin" kom seinasta fimmtudag - fórum í vinnuna en þurftum svo að drífa okkur heim um eitt þar sem að það var farið að kyngja niður snjónum. Tók mig 2 tíma að komast heim (venjulega um 20 mín) - Við stelpurnar skelltum okkur út í snjóinn og þar sem að þær hafa aldrei verið í snjó þá sýndi ég þeim hvað væri hægt að gera skemmtilegt - renna sér og svoleiðis (setti inn nýjar myndir)
En já...bara að vona að það snjói nú ekkert meira....annars fá bara allir WalMart dót í jólagjöf!!!
-hreindýrið mitt Mitch Buchanon og Carolyn....
sjáumst eftir smá!!!:)
Stúfur
Thursday, November 29, 2007
Þá er Rósa frænka farin - því miður kemur hún ekki mánaðarlega eins og hin Rósa frænka - *tjíng* En var að setja myndir af mér og Rósunni þegar við vorum á Kendall hótelinu á okkar rómantísku get-a-way...*tjíng*
En það er allavegana eitt gott við að Rósa fór....ég þarf ekki lengur að deila súpermanninum
mínum!!! Fjúkkett...*tjíng*!!!
Súperkonukveðjur
Berglind *tjíng* :)
hér er smá sýnishorn....en við komumst einmitt að því hversu góðir myndasmiðir við erum!!!
það sést alveg næstum í okkur báðar!!vóhó!!! *tjíng*
En það er allavegana eitt gott við að Rósa fór....ég þarf ekki lengur að deila súpermanninum
mínum!!! Fjúkkett...*tjíng*!!!
Súperkonukveðjur
Berglind *tjíng* :)
Wednesday, November 21, 2007
Heimsókn Rósu Frænku
Nú er Rósa frænka komin...hef mjög sjaldan sótt einhvern á flugvöll - eða svona einhvern sem er að heimsækja mig...og já þetta var mjög furðulegt...það voru allir grátandi á flugvellinum - ég var farin að halda að það væri eithvað að...var mjög ánægð að Rósa kom aðeins seinna en grátfólkið - ég var alveg næstum því farin að gráta en náði að herða mig og hrækti bara í staðin.
Fékk alveg rosa góða nammipakka...íslenska nammipakka og harðfisk...
.....svona var ég glöð..ég hreinlega glansa af gleði...
Svo gaf Rósa mér 100 íslensk 80´s lög..og er ég núna að hlusta á lagið "endurfundir" með "upplyftingu"...ferlega skemmtilegt....hann elskar einhverja stelpu svooo mikið að hann gæti næstum dáið-hún má aldrei fara frá honum ....og hann ætlar sko að vera henni eins góður og hann MÖGULEGA getur..jahá...
Góðar kveðjur frá útlöndum
Berglind
Fékk alveg rosa góða nammipakka...íslenska nammipakka og harðfisk...
.....svona var ég glöð..ég hreinlega glansa af gleði...
Svo gaf Rósa mér 100 íslensk 80´s lög..og er ég núna að hlusta á lagið "endurfundir" með "upplyftingu"...ferlega skemmtilegt....hann elskar einhverja stelpu svooo mikið að hann gæti næstum dáið-hún má aldrei fara frá honum ....og hann ætlar sko að vera henni eins góður og hann MÖGULEGA getur..jahá...
Erum búnar að versla...og svo hittum við líka hana Evu Bjargarvinkonu í gær...hún er ferlega sniðug...svona gerir hún í útlöndum
og svona gerir Rósa í útlöndum
Ég og Rósa ætlum að fagna þakkargjörðarhátíðinni með því að hafa það notalegt í Boston...finnst svolítið óþægilegt að vera svona einstæðar ungar stúlkur á vappi um stórborg...þannig að ég reddaði okkur fylgdarmanni....og hann heitir súpermann...
takiði eftir treflunum okkar...þeir eru bostonískir...
Að lokum - vegna fyrirspurnar frá aðdáanda þá birti ég hérna ljóð um vetur...en það snjóaði í gær.
takiði eftir treflunum okkar...þeir eru bostonískir...
Að lokum - vegna fyrirspurnar frá aðdáanda þá birti ég hérna ljóð um vetur...en það snjóaði í gær.
Það er vetur
ekki vor
þurrkaðu þér betur
þú ert með hor
Góðar kveðjur frá útlöndum
Berglind
Sunday, November 11, 2007
Afmælisbarnið ég
Ég á afmæli í dag....og í tilefni þess þá tók ég aðeins pásu frá lærdómnum hérna heima.....lærði í staðin á kaffihúsi hér rétt hjá - stúlkunum hér fannst alveg ómögulegt að ég væri ein á afmælisdeginum...en ég sagði þeim að það væri til siðs á Íslandinu að eyða deginum með sjálfum sér og hugsa aðeins um jesúm og lífið í heild en ekki sem hluta...fattiði !!! Vildi nú ekki segja þeim að ég vildi bara nýta tímann sem ég hef til að læra þar sem að ég er gömul og með hægari heila en þessar ungu stúlkur......
hér er ég með afmæliseplakökuna og gáfuleg að vanda...enda er ég að læra og þá þarf maður að líta gáfulega út og horfa uppfyrir gleraugun og setja stút á munninn...má ekki gleyma stútnum...því að það vill nú enginn gáfaða stelpu með engann stút!!!!!
En nú er mál að halda áfram lærdóminum.....aðeins 7 dagar þangað til Rósa frænka kemur í heimsókn....sko ekki "rósafrænkablæðingar" heldur frænka mín sem heitir Rósa!!! - oj..það væri nú ógeð ef ég væri að tala um blæðingar.... það gera aðeins ógeðslegar stelpur með engann stút og mjög vitlausar....
Afmælisbless
Berglind
hér er ég með afmæliseplakökuna og gáfuleg að vanda...enda er ég að læra og þá þarf maður að líta gáfulega út og horfa uppfyrir gleraugun og setja stút á munninn...má ekki gleyma stútnum...því að það vill nú enginn gáfaða stelpu með engann stút!!!!!
En nú er mál að halda áfram lærdóminum.....aðeins 7 dagar þangað til Rósa frænka kemur í heimsókn....sko ekki "rósafrænkablæðingar" heldur frænka mín sem heitir Rósa!!! - oj..það væri nú ógeð ef ég væri að tala um blæðingar.... það gera aðeins ógeðslegar stelpur með engann stút og mjög vitlausar....
Afmælisbless
Berglind
Wednesday, October 31, 2007
Í dag...
...þá andvarpaði kaffikannan þegar ég var að hella uppá og mjólkin mín slefaði þegar ég hellti í bollann...
...var ég í Gators football búningi með merkt á "I´m Rachel Farber", því að nú er hrekkjavaka...
...gaf maður mér fokkmerki í umferðinni...
Læt fylgja með link á þetta myndband en það gladdi mitt litla hjarta í gær ! heldur betur svo sannarlega já! http://www.youtube.com/watch?v=eTb5w3jE7Gk
Góðar stundir
Dverglind
...var ég í Gators football búningi með merkt á "I´m Rachel Farber", því að nú er hrekkjavaka...
...gaf maður mér fokkmerki í umferðinni...
Læt fylgja með link á þetta myndband en það gladdi mitt litla hjarta í gær ! heldur betur svo sannarlega já! http://www.youtube.com/watch?v=eTb5w3jE7Gk
Góðar stundir
Dverglind
Sunday, October 21, 2007
og þemað er....haust
ég ætla bara að tala um haust í blogginu mínu...-...búið að hitna aftur..en það er haust...hef verið að dásamast yfir litunum á trjánum og alltaf ætlað að taka myndavélina út - lét loks verða af því í dag (kannski afþví að ég var að læra..en þá hefur maður tíma fyrir allt annað) ...að lokum ætla ég að vitna í eitt ljóð um haust
Það er haust
ekki sumar
ýttu laust
á humar
Saturday, October 13, 2007
Haust
Nú er bara eins og ég sé heima á Íslandi...farið að kólna..rigndi í gær...dimmt...en kannski aðeins meiri lauf sem hrynja hérna á jörðina...en gaman gaman, því að nú get ég farið að nota fötin mín!:)
haust kveðjur
Berglind
haust kveðjur
Berglind
Wednesday, October 3, 2007
Munur á munum
Í Bandaríkjunum ... er margt ólíkt því sem er á Íslandi og kemur mismikið á óvart t.d var ég búin að búa mig undir að það mætti beygja til hægri á rauðu ljósi , að þegar einhver segir "hvernig hefur þú það" þá er hann ekki endilega að búast við svari.
Finnst smá skrítið að hér eru auglýst lyf í sjónvarpinu...astmalyf...krabbameinslyf, þunglyndislyf ...- og ennþá skrítnara fannst mér þegar ég fékk sent ávísunarhefti frá bankanum mínum- hef ekki séð svoleiðis síðan ég bað mömmu um að gefa mér ávísun þannig að ég gæti keypt mér hjól...árið 1989
En það sem hefur nú alveg látið mig standa í rogastand , rogastand segi ég - er eithvað sem ég var bara alls ekki búin að búa mig undir - en það eru - dömubindi...blómalyktandi dömubindi með blómamyndum. -
blómakveðjur
Berglind
Finnst smá skrítið að hér eru auglýst lyf í sjónvarpinu...astmalyf...krabbameinslyf, þunglyndislyf ...- og ennþá skrítnara fannst mér þegar ég fékk sent ávísunarhefti frá bankanum mínum- hef ekki séð svoleiðis síðan ég bað mömmu um að gefa mér ávísun þannig að ég gæti keypt mér hjól...árið 1989
En það sem hefur nú alveg látið mig standa í rogastand , rogastand segi ég - er eithvað sem ég var bara alls ekki búin að búa mig undir - en það eru - dömubindi...blómalyktandi dömubindi með blómamyndum. -
blómakveðjur
Berglind
Monday, September 24, 2007
Bjarnarknapi knái
já...held ég sé búin að komast að því að hefði ég verið með fartölvu í háskólanum hefði ég aldrei útskrifast!!!
Klukkan er þrjár mínútur yfir seint um nótt og ég á mjög erfitt með að halda áfram með mikilvæga Bjarnarverkefnið mitt. Ég er semsagt að reyna að finna leið til þess að fá björn til þess að fara á hestbak...veit ekki...þegar við töluðum um þetta þá virtist þetta ekki vera neitt mikið mál...en þegar kemur að því að fá hann til að fara á bak á hestinum , þá vandast málið. Hvernig fæ ég björn til þess að setjast klofvega á hest? Fyrir utan það, hvernig passa ég það að björninn ráðist ekki á hestinn?? Nú veit ég hvernig mikilvægum vísindamönnum líður þegar þeir takast á við svona krefjandi og mikilvæg verkefni !!!
Er orðin svo svefnrugluð að ég er virkilega búin að setja björninn í skó, einn bláan og einn rauðan (las einhverstaðar að birnir hafa mjög góða litasjón - svo þarf ég bara að lita leiðina að hestinum...semsagt bláa og rauða...) - já já...ég get kannski líka bara sagt að ég hafi notað íslenskan björn... sem er í rauninni nafn á karlmanni þannig að þetta var ekkert mál...mohohohohoh...en já...best að fá sér lúr (sé að það er fólk farið að signa sig inn hérna á msn...klukkan orðin morgun hjá ykkur).
Bjarnarkrumlufæf!!!
Klukkan er þrjár mínútur yfir seint um nótt og ég á mjög erfitt með að halda áfram með mikilvæga Bjarnarverkefnið mitt. Ég er semsagt að reyna að finna leið til þess að fá björn til þess að fara á hestbak...veit ekki...þegar við töluðum um þetta þá virtist þetta ekki vera neitt mikið mál...en þegar kemur að því að fá hann til að fara á bak á hestinum , þá vandast málið. Hvernig fæ ég björn til þess að setjast klofvega á hest? Fyrir utan það, hvernig passa ég það að björninn ráðist ekki á hestinn?? Nú veit ég hvernig mikilvægum vísindamönnum líður þegar þeir takast á við svona krefjandi og mikilvæg verkefni !!!
Er orðin svo svefnrugluð að ég er virkilega búin að setja björninn í skó, einn bláan og einn rauðan (las einhverstaðar að birnir hafa mjög góða litasjón - svo þarf ég bara að lita leiðina að hestinum...semsagt bláa og rauða...) - já já...ég get kannski líka bara sagt að ég hafi notað íslenskan björn... sem er í rauninni nafn á karlmanni þannig að þetta var ekkert mál...mohohohohoh...en já...best að fá sér lúr (sé að það er fólk farið að signa sig inn hérna á msn...klukkan orðin morgun hjá ykkur).
Bjarnarkrumlufæf!!!
Sunday, September 16, 2007
ég og bíllinn minn......
jæja-ákvað að taka mér pásu frá að þykjastaðveraaðlæra - Er loksins komin með bíl..en bílpróf..hmmm-held ég noti bara alþjóðlega ökuskírteinið mitt núna þetta árið..mér er bara ekki ætlað að taka þetta próf. Seinasta þriðjudag var ég tilbúin með öll plögg - Rachel var sponsorinn minn- komnar á bílinn hennar og fengum meira að segja að fara fyrr úr vinninni til að mæta alveg örugglega ekki of seint.- Að bílnum labbar mjög vígaleg kona gefur mér allskonar fyrirmæli um að gefa stefnuljós til vinstri -hægri..kíkir á ljósin og sest svo í bílinn - og segir að ég geti ekki tekið prófið í dag þar sem að það er ekki bílnúmeraplata að framan - og það er sko alveg bannað in the state of Massachussets!!! já já...við héldum að hún væri að djóka - en nei henni stökk ekki á bros og sagði mér að rískedjúla tímann...sem ég er ekki búin að gera...
Ætla bara að gleyma þessu um tíma og einbeita mér að náminu og vinnu..en það er alveg nóg að gera í þeim málum...
Ætla bara að gleyma þessu um tíma og einbeita mér að náminu og vinnu..en það er alveg nóg að gera í þeim málum...
Er annars komin með íbúðarfélaga...tvær brasilískar stúlkur, eru báðar komnar til að vinna hérna og verða hér í ár. Byrjuðum á því að kaupa okkur sjónvarp saman - og ég get væntanlega leyft þeim að njóta visku minnar í sambandi við bílamál á þessu svæði...vúhú !!!
læt fylgja hérna með tvær myndir af mér og kreisíííí bílnum mínum!!!!!! Mjög góður bíll ..en finnst hann ekki alveg passa við mig..þe. stærðarlega...ég sést eiginlega ekki þegar ég keyri hann!!!;)
sportbílakveðjur
Berglind
Monday, September 3, 2007
DMV
Ég átti víst að vera búin að fá netið á laugardaginn...en hlutirnir hér ganga hægt og eru mjög flóknir! Ég er t.d. búin að fara svona 10 sinnum á DMV (Department of Motor Vehicles) - og DMV er staður sem maður vill ekki vera á - biðin er svona 1 klst að minnsta kosti og afgreiðslufólkið er ekki það vinalegasta . Þetta blessaða bílpróf hefur tekið sinn tíma... ég er að vinna frá 8 - 16 alla daga...og það er bara hægt að taka skriflega prófið til klukkan fjögur virka daga..nema fimmtudaga- þannig að þá fimmtudaga hef ég brunað í DMV og ætlað að taka bílprófið...fyrst þegar ég gerði það vantaði eitt skjal, í annað skiptið gleymdi ég vegabréfinu mínu..en seinasta fimmtudag náði ég að taka prófið. En ég er sko ekki búin - ég þarf að fara í verklegt ökupróf - og það þarf að bóka eftir að maður tekur skriflega prófið - og í því þarf ég að vera með "sponsor" semsagt einhvern sem ég þekki og er eldri en 21 -. Og aftur er smá vesen að taka það eftir vinnu...þannig að ég get tekið það eftir eina og hálfa viku- Í smá tíma var ég bjartsýn þar sem að ég er komin með bíl til að kaupa mér - og ég þarf að koma með bíl í verklega prófið...stelpa í vinnunni ætlar að selja mér bílinn sinn..sem er gott mál (Auður þetta er langrassa bíll!!!!!!!;) ) - ég þarf að fara í DMV til að skrá bílinn á mitt nafn og fá númerplötu (er að pæla í að fá mér plötu sem á stendur "united we stand" eða "support our troopers"!!!;) ) ..en fyrst þarf ég að finna tryggingafélag. Farin að hlakka til að keyra minn bíl... ætlaði bara að skila bílaleigubílnum um leið og ég fengi tryggingarnar (morgun eða hinn) og keyra minn bíl...en það er víst ekki hægt. Ég má ekki keyra minn eigin bíl þar sem að ég er ekki komin með bílprófið -semsagt, ég má keyra bílaleigubíl á international ökuskírteininu..en ekki minn eigin bíl..úfffff....Á föstudaginn var ég komin með gubbupest af þessu bílastandi...en gladdi mig með því að netið væri allavegana komið á Laugardaginn. Cable gæjinn bankaði upp á laugd. og þurfti þá að tala við eithvað viðgerðarfólk hér sem er bara allsekki við um helgar...og þar sem að netfyrirtækið getur ekki sent einhvern klukkan fimm..eða fjögur...heldur " hann kemur einhverntíman á milli 12 og 17" þá get ég bara gert þetta um helgar...- fúff...fúff..fúff....:)
En annars hefur helgin verið alveg glimrandi. Við stelpurnar fórum til Cape Cod , svona til að nýta fyrstu löngu helgina okkar. Ég borðaði massívan humar í fyrsta skiptið, náði að subba humar yfir mig og fólk í grenndinni, fór í karókí á klæðskiptinga bar, fór á ströndina og náði að brenna fallegt munstur á magann minn, sá úlf og uppgötvaði að í skottinu á bílaleigubílnum mínum er öryggisspotti fyrir fólk sem hefur verið læst í skottinu - með leiðbeiningar um að hlaupa í andstæða átt við bílinn!!!:)
xxx og zzz
Berglind
En annars hefur helgin verið alveg glimrandi. Við stelpurnar fórum til Cape Cod , svona til að nýta fyrstu löngu helgina okkar. Ég borðaði massívan humar í fyrsta skiptið, náði að subba humar yfir mig og fólk í grenndinni, fór í karókí á klæðskiptinga bar, fór á ströndina og náði að brenna fallegt munstur á magann minn, sá úlf og uppgötvaði að í skottinu á bílaleigubílnum mínum er öryggisspotti fyrir fólk sem hefur verið læst í skottinu - með leiðbeiningar um að hlaupa í andstæða átt við bílinn!!!:)
xxx og zzz
Berglind
Monday, August 20, 2007
B.Sveinbjornsdottir
Þegar ég hef farið til útlanda hefur nafnið mitt alltaf verið smá mál - . Það slapp mjög vel þegar ég vann í sumarbúðunum, en þá notuðum við "camp-names" , mjög hentugt - og einhvernvegin hefur Becca alltaf fest við mig á ferðalögum. Samt sem áður var ég eiginlega búin að ákveða að Berglind skildi ég vera hérna í Ameríkunni (fannst svolítið mikið að vera Becca í 3 ár). - En hallelúja heilagur jesúm..eru þið að grínast - ég sem var vel undirbúin fyrir fyrra nafns leiðréttingu bjóst aldrei við "seinna nafns áhrifunum"!!!
Í bandaríska kerfinu er ég ms. Sveinbjornsdottir. Þar sem að ég hef þurft að sækja um ýmislegt- (social security number - bankareikning -ökuskírteini) og skrifa undir pappíra þá hef ég þurft að nota seinna nafnið mikið - . -Sem þýðir að þær tvær vikur sem ég hef verið hér hef ég þurft að stafa nafnið mitt - útskýra það - og skrifa svona sjöþúsundtuttuguogáttasinnum niður (og þá með prentstöfum takk fyrir) -
Algjörlega uppgefin á nafnaskrifum og útskýringum byrjaði ég í þjálfun í vinnunni - og því fylgir að sjálfsögðu að segja til nafns, semsagt: Berglind góðann daginn, daginn, daginn-. Eftir fyrsta "what! how do you say it???" kjúklingaði ég algjörlega og alveg..."eeee...or just Becca". En eftir því sem leið á þá var orðið svolítið breytilegt hvað ég sagði, allt eftir því sem ég nennti, þannig að í lok dagsins kölluðu mig sumir Becca, aðrir Börglind og já ... Bella (það er algjörlega leyfilegt hjá börnum...ég meina, Darri átti í erfiðleikum með nafnið mitt lengi og kallaði mig Bengadingiding). Semsagt planið mitt algjörlega búið að klúðraðst og ég komin í einhverskonar identity kreisíness.
Ég er búin að setja mér markmið: Fyrir næstu viku verð ég að vera búin að taka bílprófið - finna linsur og ákveða hvaða nafn ég ætla að taka - það er spurning hvort að ég eigi bara að taka þetta af fullri alvöru og bæta við Ms. Sveinbjornsdottir???!!!
Í bandaríska kerfinu er ég ms. Sveinbjornsdottir. Þar sem að ég hef þurft að sækja um ýmislegt- (social security number - bankareikning -ökuskírteini) og skrifa undir pappíra þá hef ég þurft að nota seinna nafnið mikið - . -Sem þýðir að þær tvær vikur sem ég hef verið hér hef ég þurft að stafa nafnið mitt - útskýra það - og skrifa svona sjöþúsundtuttuguogáttasinnum niður (og þá með prentstöfum takk fyrir) -
Algjörlega uppgefin á nafnaskrifum og útskýringum byrjaði ég í þjálfun í vinnunni - og því fylgir að sjálfsögðu að segja til nafns, semsagt: Berglind góðann daginn, daginn, daginn-. Eftir fyrsta "what! how do you say it???" kjúklingaði ég algjörlega og alveg..."eeee...or just Becca". En eftir því sem leið á þá var orðið svolítið breytilegt hvað ég sagði, allt eftir því sem ég nennti, þannig að í lok dagsins kölluðu mig sumir Becca, aðrir Börglind og já ... Bella (það er algjörlega leyfilegt hjá börnum...ég meina, Darri átti í erfiðleikum með nafnið mitt lengi og kallaði mig Bengadingiding). Semsagt planið mitt algjörlega búið að klúðraðst og ég komin í einhverskonar identity kreisíness.
Ég er búin að setja mér markmið: Fyrir næstu viku verð ég að vera búin að taka bílprófið - finna linsur og ákveða hvaða nafn ég ætla að taka - það er spurning hvort að ég eigi bara að taka þetta af fullri alvöru og bæta við Ms. Sveinbjornsdottir???!!!
Sunday, August 12, 2007
Bangsi var með bíladellu og ætlaði út að aka.....
Á föstudagsmorgun tók ég lestin til Westborough. Bjóst nú við að það væri leigubíll þarna sem ég gæti náð í ..en svo var ekki...ég er komin í sveitina!!!
Íbúðin er mjög fín , deili með tveimur stúlkum - er í stóru herbergi með baði - og hjúmongus fataskáp...sem er eins og Rósa sagði, merki frá Jesúm Kristi um að ég þurfi að kaupa mér fleiri föt!!!
Annars hentar þetta mér mjög vel þar sem að blokkin liggur við hraðbrautina sem ég þarf að fara á til að keyra í vinnuna...svo eru allar hellstu búðirnar við hana.
Byrjaði á því að leigja mér bíl - og er búin að vera á fúlle swing að æfa mig á honum þar sem að ég þarf á mánudaginn (morgun) að keyra til Boston í háskólann og klára ýmisa pappírsvinnu. Æfingin byrjaði þannig að á föstudeginum keyrði ég í Wal-Mart sem er hinumegin við götuna. - þar ætlaði ég að kaupa mér hreingerningavörur - endaði með að kaupa 20 svampa og eina fötu , gat ómögulega valið um sápu því að það voru til svona 20 milljónir tegunda !!!
Á laugardaginn hófst bílaæfingin með því að keyra á starbucks sem er í verslunarmiðstöð við hraðbrautina.- fór svo í Stables til að kaupa mér prentara - en hann þarf ég til að prenta út leiðarvísi þegar ég fer að keyra um...;)Var orðin óviss með reiknisgetu mína þar sem að allir prentararnir voru hræódýrir...hringdi í pabba og hann fullvissaði mig um að ég væri að reikna rétt..þannig að ég keypti HP PHOTOSMART D7400 (lesist með hárri rödd) prentara með snertiskjá og alles - Keyrði líka í matvörubúð sem er þarna rétt hjá - ætlaði að kaupa eithvað í matinn...en aftur...þá var um svo rosalega mikið að velja -þannig að ég endaði bara á því að kaupa mér snakk, bjór,....og eina apríkósu.
Í morgun var komið að loka prófinu - að keyra þessa leið - var tilbúin með mjög fínar útprentanir af leiðinni úr nýja HP PHOTOSMART D7400 prentaranum mínum og Road map. Byrjaði á að æfa mig að keyra eftir korti - ákvað að keyra í miðbæ Westborough - það gekk bara fínt þannig að ég ákvað dempa mér-hugsaði bara.."ef ég villist þá get ég allavegana snúið við" - sem að ég komst svo að er hægara sagt en gert...en já allavegana- byrjunin gekk mjög vel - ég var meirað segja farin að setja á mig sólgleraugun, keyra með annarri og syngja með Jon bon Bovi...Bon Jon Bovi...???!!!! - þangaði til ég kom til Boston. Já..ég átti að velja einhverja aðrein...sem að ég missti af - .og endaði með því að hringsóla um miðbæ Boston í svona 1klst - fann loksins stæði og starbucks þar sem að ég tók kortin mín og fór að stúdera (í því hringir mamma-sem já...skilur kannski núna afhverju ég var svona pirruð;)) - en ég hafði sem betur fer villst í rétta átt - þannig að ég fann þetta að lokum.
Á morgun ætla ég að gera ráð fyrir svona klukkutíma auka...bara ef vera skildi að ég geri sömu mistök aftur..sem er ekki svo ólíklegt!!!
knúsílús...
Berglind sem lærði að keyra á Suðureyri!!;)
Thursday, August 9, 2007
Ratatatatataaaaa
jæja..þá er það dagur 2 í Boston.
Það vita nú flestir að ég á við sjúkdóm að stríða sem kallast "ratar ekki neitt-jafnvel þó hún fari þangað 500 sinnum röskun" .
Konan sem ég gisti hjá fór með mig um kvöldið þegar ég kom og sýndi mér lestarstöðina ofl. hentuga staði - og ég skil ekki afhverju ég var ekki að skrifa þetta niður...því að ég mundi þetta sko ALLSEKKI daginn eftir!!
í stuttu máli sagt átti ég að fara á Harvard-torg ná í kort þar..osfrv - ...ég var voða fljót að finna Starbucks sem er þarna rétt hjá - (fékk mér jógúrt! eithvað sem ég fæ mér aldrei heima...en var svo stressuð að segja eithvað vitlaust...þannig að ég valdi bara orð sem hljóma eins - jogurt og kaffi;) ) svo kom að því að labba að torginu...það er hægt að fara til hægri eða vinstri..og ég fer til vinstri.....jebb...labba og labba og labba og labba...en finnst þetta sko ekkert vera eins og þegar hún sýndi mér þetta...þannig að ég sný við..labba og labba og labba og labba...en kannast ekki við neitt..þannig að ég sný aftur við...þetta gengur svona sirka 10 sinnum, þe. ég að labba fram og til baka....þangað til að ég labba loksins alla leiðina í aðra áttina og kem að Porter square - hoppa í lest og fer í "miðbæ" boston.
Var orðin rosalega flink í lestarsamgöngum...held ég hafi farið svona 2 auka ferðir ..bara því það var svo gaman ..
En náði að fara á alla staðina..þó það hafi nú gengið misjafnlega vel - sit núna á starbucks við Harvard torg (eftir að hafa labbað í vitlausa átt-aftur!) - og var að panta bíl til að leigja mér á morgun- fæ þá íbúðina í westborough en þarf að keyra aftur til Boston á mánudaginn..þannig að ég hef helgina til að æfa mig ;)
Hér geta áhugasamir séð leiðina sem ég labbaði fram og til baka!!!;)
Með bestu kveðjum
Berglind
Wednesday, August 8, 2007
Report
Er komin til Boston.
Siminn er ekki ad virka, hlytur ad vera simakortid mitt tannig ad i dag aetla eg ad kaupa usa -simakort, fara upp a altjodaskrifstofuna i skolanum og jafnvel taka eitt bilprof.
En fyrst aetla eg ad fara a Starbucks
svo eg vitni i bilasolukonuna
yours ever truly
Berglind
Siminn er ekki ad virka, hlytur ad vera simakortid mitt tannig ad i dag aetla eg ad kaupa usa -simakort, fara upp a altjodaskrifstofuna i skolanum og jafnvel taka eitt bilprof.
En fyrst aetla eg ad fara a Starbucks
svo eg vitni i bilasolukonuna
yours ever truly
Berglind
Tuesday, July 10, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)