Sunday, August 12, 2007

Bangsi var með bíladellu og ætlaði út að aka.....

Á föstudagsmorgun tók ég lestin til Westborough. Bjóst nú við að það væri leigubíll þarna sem ég gæti náð í ..en svo var ekki...ég er komin í sveitina!!!
Íbúðin er mjög fín , deili með tveimur stúlkum - er í stóru herbergi með baði - og hjúmongus fataskáp...sem er eins og Rósa sagði, merki frá Jesúm Kristi um að ég þurfi að kaupa mér fleiri föt!!!

Annars hentar þetta mér mjög vel þar sem að blokkin liggur við hraðbrautina sem ég þarf að fara á til að keyra í vinnuna...svo eru allar hellstu búðirnar við hana.

Byrjaði á því að leigja mér bíl - og er búin að vera á fúlle swing að æfa mig á honum þar sem að ég þarf á mánudaginn (morgun) að keyra til Boston í háskólann og klára ýmisa pappírsvinnu. Æfingin byrjaði þannig að á föstudeginum keyrði ég í Wal-Mart sem er hinumegin við götuna. - þar ætlaði ég að kaupa mér hreingerningavörur - endaði með að kaupa 20 svampa og eina fötu , gat ómögulega valið um sápu því að það voru til svona 20 milljónir tegunda !!!
Á laugardaginn hófst bílaæfingin með því að keyra á starbucks sem er í verslunarmiðstöð við hraðbrautina.- fór svo í Stables til að kaupa mér prentara - en hann þarf ég til að prenta út leiðarvísi þegar ég fer að keyra um...;)Var orðin óviss með reiknisgetu mína þar sem að allir prentararnir voru hræódýrir...hringdi í pabba og hann fullvissaði mig um að ég væri að reikna rétt..þannig að ég keypti HP PHOTOSMART D7400 (lesist með hárri rödd) prentara með snertiskjá og alles - Keyrði líka í matvörubúð sem er þarna rétt hjá - ætlaði að kaupa eithvað í matinn...en aftur...þá var um svo rosalega mikið að velja -þannig að ég endaði bara á því að kaupa mér snakk, bjór,....og eina apríkósu.

Í morgun var komið að loka prófinu - að keyra þessa leið - var tilbúin með mjög fínar útprentanir af leiðinni úr nýja HP PHOTOSMART D7400 prentaranum mínum og Road map. Byrjaði á að æfa mig að keyra eftir korti - ákvað að keyra í miðbæ Westborough - það gekk bara fínt þannig að ég ákvað dempa mér-hugsaði bara.."ef ég villist þá get ég allavegana snúið við" - sem að ég komst svo að er hægara sagt en gert...en já allavegana- byrjunin gekk mjög vel - ég var meirað segja farin að setja á mig sólgleraugun, keyra með annarri og syngja með Jon bon Bovi...Bon Jon Bovi...???!!!! - þangaði til ég kom til Boston. Já..ég átti að velja einhverja aðrein...sem að ég missti af - .og endaði með því að hringsóla um miðbæ Boston í svona 1klst - fann loksins stæði og starbucks þar sem að ég tók kortin mín og fór að stúdera (í því hringir mamma-sem já...skilur kannski núna afhverju ég var svona pirruð;)) - en ég hafði sem betur fer villst í rétta átt - þannig að ég fann þetta að lokum.

Á morgun ætla ég að gera ráð fyrir svona klukkutíma auka...bara ef vera skildi að ég geri sömu mistök aftur..sem er ekki svo ólíklegt!!!

knúsílús...
Berglind sem lærði að keyra á Suðureyri!!;)




8 comments:

Anonymous said...

Netsamband komið á nýja heimilið þannig að familíjan gat lesið allar eldri færslurnar og fylgist svo spennt með ævintýrum meistarans.

Skil þig svo vel með valkvíða í búðum í ameríku og hvað þá úti á vegunum... þú verður rosalega öflug þegar þú hefur sigrast á þessum byrjunarerfiðleikum. Hlakka til að komast í besta Road Trip sem nokkur hefur nokkurntímann farið í með verðandi ratmeistara.

Yours forerver and ever, ausa

Anonymous said...

EKKI DEYJA Í BÍLSLYSI....

jæja, þá er það át off ðe vei og þú hlýðir!

mikið líst mér vel á þetta... þarf að fara að skoða fargjöld til þín sem fyrst! MJÖG spennt að sjá þetta allt saman....

ekki bora í nefið á almannafæri..það skapar glundroða!

berglindb said...

Hæ. Hrefna sagði mér frá síðunni, nú get ég fylgst með í beinni ;)

Og vertu alveg róleg, það kemst upp í vana að keyra þarna, ég lærði mjög fljótt að LESA á skiltin haha - var frekar glöð þegar ég fattaði að það virkaði.

anyways...gangi þér vel - hlakka til að lesa um fleiri skemmtileg ævíntýri.

kv. Berglind

Anonymous said...

sko... ég var hálftíma að átta mig á því að berglind sem var að kommenta var ekki berglind heldur önnur berglind og hreint ekki mín berglind heldur bara ókunnug berglind og þetta var mjög ruglingslegt og ég fékk hausverk.

berglind said...

já olla mín..það eru sko fleiri berglindar er í veröldinni!!!;)

berglindb said...

K�ra Olla sem �g �ekki ekkert.

M�r �ykir mj�g leitt a� hafa valdi� ��r hausverk :(

Skal � framt�inni vera Berglind B :)

Anonymous said...

aaaaaaaaaaaa tvær berglindar en ein sem er ekki berglind og talar um að vera berglind b....hver er raunveruleg berglind....drap berglind berglindi og þess vegna bloggar hún aldrei..... djísös hvað ég er með háan blóðþrýsting!!!!!

Anonymous said...

Elsku systir mín, nokkur ráð ef þú týnist:

1.ekki panikka, trúðu á hið góða.
2.finndu stjörnu sem er staðsett yfir þeim stað sem þú stefnir á.
3.það er leiðin sem skiptir máli, ekki áfangastaðurinn.
4.ástin berglind, ástin og kærleikurinn er hinn sanni áfangastaður.
!!!kabúmm!!!
Þarna sprakk ég úr væmni og andlegri yfirsjón..

ég elska þig
Björg