...og þá er ég komin í vikufrí...í þessu fríi ætla ég að skemmta mér með henni Ernu sem er að lenda núna eftir 3 tíma. Allt orðið klappað og klárt...búin að búa um rúmið...setja súkkulaði á koddann...borða súkkulaðið...og skúra gólfin.
Annars er það helst í fréttum að ég og tvær vinkonur ákváðum að flytja úr sveitinni Westborough í borgina Cambridge - fengum íbúð rétt hjá Central Square sem er mitt á milli Harvard og MIT ( algjörlega hugsað út frá efnilegum/velefnuðum mannkostum!!! hvað annað!!!). Erum búnar að vera að koma okkur fyrir-þurftum ekki að kaupa mikið - leigðum okkur trukk og fluttum búslóðina okkar frá westborough og yfir í borgina
(búslóð Berglindar = föt,stóll,borð,hreindýr).

hérna er svo íbúðin 344 Putnam Ave. (náði ekki betri mynd - úti á götu í bráðhættu !!! )
Aðal stússið undanfarna daga hefur verið að kaupa sjónvarp - ég stakk upp á því að við myndum bíða með það - þyrftum kannski ekki allt strax (þar sem að þær eru líka báðar með sjónvarp í sínu herbergi) - en það kom sko ekki til greina...og þar sem að ég bý með svo rosalegum kana stúlkum þá vildu þær STÓRT sjónvarp. - Fórum á Craigslist að skoða sjónvarp (þar sem fólk setur notað/nýtt og selur ódýrt) og enduðum á að finna eitt á góðu verði og hjúmonguss!!! - Gátum ekki náð í það sjálfar heldur þurftum að leigja okkur trukk til að ná í það...fengum það svo loksins í gær og byrjuðum að plögga það inn....kveiktum á því .... alveg rosalega gott hljóð..en...engin mynd.....og allavegana án þess að fara út í smáatriði þá er sjónvarpið bilað...hefur bilað á leiðinni..þe. í flutningunum eða að litla íbúðin okkar ræður bara ekki við svona massa sjónvarp... þannig að núna sitjum við uppi með risasjónvarp í stofunni okkar...kostar örugglega mikið í viðgerð...og líklega alveg jafn mikið að losa sig við það (fá trukk)....höfum sko algjörlega keypt "the cat in the sack" eins og þeir segja á enskunni!!! - vorum að breinstorma í gær hvað við gætum gerð við hana Sonju..(gáfum sjónvarpinu nafn) - gætum tekið út skjáinn og verið með svona brúðuleikhús....klætt sjónvarpið í og haft sem gæludýr...eða notað sem stóóóran myndaramma.....allar hugmyndir vel þegnar :)
En já...þýðir ekkert að gráta yfir þessu....Erna að koma , strönd á morgun....4 júli og jafnvel New York.....
Að lokum..mynd af mér og Sonju

- svona skemmtum við Sonja okkur vel í feluleik...gjúgg gjúgg...segir Berglind