Monday, September 24, 2007

Bjarnarknapi knái

já...held ég sé búin að komast að því að hefði ég verið með fartölvu í háskólanum hefði ég aldrei útskrifast!!!
Klukkan er þrjár mínútur yfir seint um nótt og ég á mjög erfitt með að halda áfram með mikilvæga Bjarnarverkefnið mitt. Ég er semsagt að reyna að finna leið til þess að fá björn til þess að fara á hestbak...veit ekki...þegar við töluðum um þetta þá virtist þetta ekki vera neitt mikið mál...en þegar kemur að því að fá hann til að fara á bak á hestinum , þá vandast málið. Hvernig fæ ég björn til þess að setjast klofvega á hest? Fyrir utan það, hvernig passa ég það að björninn ráðist ekki á hestinn?? Nú veit ég hvernig mikilvægum vísindamönnum líður þegar þeir takast á við svona krefjandi og mikilvæg verkefni !!!
Er orðin svo svefnrugluð að ég er virkilega búin að setja björninn í skó, einn bláan og einn rauðan (las einhverstaðar að birnir hafa mjög góða litasjón - svo þarf ég bara að lita leiðina að hestinum...semsagt bláa og rauða...) - já já...ég get kannski líka bara sagt að ég hafi notað íslenskan björn... sem er í rauninni nafn á karlmanni þannig að þetta var ekkert mál...mohohohohoh...en já...best að fá sér lúr (sé að það er fólk farið að signa sig inn hérna á msn...klukkan orðin morgun hjá ykkur).
Bjarnarkrumlufæf!!!

Sunday, September 16, 2007

ég og bíllinn minn......


jæja-ákvað að taka mér pásu frá að þykjastaðveraaðlæra - Er loksins komin með bíl..en bílpróf..hmmm-held ég noti bara alþjóðlega ökuskírteinið mitt núna þetta árið..mér er bara ekki ætlað að taka þetta próf. Seinasta þriðjudag var ég tilbúin með öll plögg - Rachel var sponsorinn minn- komnar á bílinn hennar og fengum meira að segja að fara fyrr úr vinninni til að mæta alveg örugglega ekki of seint.- Að bílnum labbar mjög vígaleg kona gefur mér allskonar fyrirmæli um að gefa stefnuljós til vinstri -hægri..kíkir á ljósin og sest svo í bílinn - og segir að ég geti ekki tekið prófið í dag þar sem að það er ekki bílnúmeraplata að framan - og það er sko alveg bannað in the state of Massachussets!!! já já...við héldum að hún væri að djóka - en nei henni stökk ekki á bros og sagði mér að rískedjúla tímann...sem ég er ekki búin að gera...
Ætla bara að gleyma þessu um tíma og einbeita mér að náminu og vinnu..en það er alveg nóg að gera í þeim málum...
Er annars komin með íbúðarfélaga...tvær brasilískar stúlkur, eru báðar komnar til að vinna hérna og verða hér í ár. Byrjuðum á því að kaupa okkur sjónvarp saman - og ég get væntanlega leyft þeim að njóta visku minnar í sambandi við bílamál á þessu svæði...vúhú !!!

læt fylgja hérna með tvær myndir af mér og kreisíííí bílnum mínum!!!!!! Mjög góður bíll ..en finnst hann ekki alveg passa við mig..þe. stærðarlega...ég sést eiginlega ekki þegar ég keyri hann!!!;)


sportbílakveðjur

Berglind












Monday, September 3, 2007

DMV

Ég átti víst að vera búin að fá netið á laugardaginn...en hlutirnir hér ganga hægt og eru mjög flóknir! Ég er t.d. búin að fara svona 10 sinnum á DMV (Department of Motor Vehicles) - og DMV er staður sem maður vill ekki vera á - biðin er svona 1 klst að minnsta kosti og afgreiðslufólkið er ekki það vinalegasta . Þetta blessaða bílpróf hefur tekið sinn tíma... ég er að vinna frá 8 - 16 alla daga...og það er bara hægt að taka skriflega prófið til klukkan fjögur virka daga..nema fimmtudaga- þannig að þá fimmtudaga hef ég brunað í DMV og ætlað að taka bílprófið...fyrst þegar ég gerði það vantaði eitt skjal, í annað skiptið gleymdi ég vegabréfinu mínu..en seinasta fimmtudag náði ég að taka prófið. En ég er sko ekki búin - ég þarf að fara í verklegt ökupróf - og það þarf að bóka eftir að maður tekur skriflega prófið - og í því þarf ég að vera með "sponsor" semsagt einhvern sem ég þekki og er eldri en 21 -. Og aftur er smá vesen að taka það eftir vinnu...þannig að ég get tekið það eftir eina og hálfa viku- Í smá tíma var ég bjartsýn þar sem að ég er komin með bíl til að kaupa mér - og ég þarf að koma með bíl í verklega prófið...stelpa í vinnunni ætlar að selja mér bílinn sinn..sem er gott mál (Auður þetta er langrassa bíll!!!!!!!;) ) - ég þarf að fara í DMV til að skrá bílinn á mitt nafn og fá númerplötu (er að pæla í að fá mér plötu sem á stendur "united we stand" eða "support our troopers"!!!;) ) ..en fyrst þarf ég að finna tryggingafélag. Farin að hlakka til að keyra minn bíl... ætlaði bara að skila bílaleigubílnum um leið og ég fengi tryggingarnar (morgun eða hinn) og keyra minn bíl...en það er víst ekki hægt. Ég má ekki keyra minn eigin bíl þar sem að ég er ekki komin með bílprófið -semsagt, ég má keyra bílaleigubíl á international ökuskírteininu..en ekki minn eigin bíl..úfffff....Á föstudaginn var ég komin með gubbupest af þessu bílastandi...en gladdi mig með því að netið væri allavegana komið á Laugardaginn. Cable gæjinn bankaði upp á laugd. og þurfti þá að tala við eithvað viðgerðarfólk hér sem er bara allsekki við um helgar...og þar sem að netfyrirtækið getur ekki sent einhvern klukkan fimm..eða fjögur...heldur " hann kemur einhverntíman á milli 12 og 17" þá get ég bara gert þetta um helgar...- fúff...fúff..fúff....:)

En annars hefur helgin verið alveg glimrandi. Við stelpurnar fórum til Cape Cod , svona til að nýta fyrstu löngu helgina okkar. Ég borðaði massívan humar í fyrsta skiptið, náði að subba humar yfir mig og fólk í grenndinni, fór í karókí á klæðskiptinga bar, fór á ströndina og náði að brenna fallegt munstur á magann minn, sá úlf og uppgötvaði að í skottinu á bílaleigubílnum mínum er öryggisspotti fyrir fólk sem hefur verið læst í skottinu - með leiðbeiningar um að hlaupa í andstæða átt við bílinn!!!:)

xxx og zzz

Berglind