Wednesday, October 31, 2007

Í dag...

...þá andvarpaði kaffikannan þegar ég var að hella uppá og mjólkin mín slefaði þegar ég hellti í bollann...
...var ég í Gators football búningi með merkt á "I´m Rachel Farber", því að nú er hrekkjavaka...
...gaf maður mér fokkmerki í umferðinni...

Læt fylgja með link á þetta myndband en það gladdi mitt litla hjarta í gær ! heldur betur svo sannarlega já! http://www.youtube.com/watch?v=eTb5w3jE7Gk

Góðar stundir
Dverglind

Sunday, October 21, 2007

og þemað er....haust


ég ætla bara að tala um haust í blogginu mínu...-...búið að hitna aftur..en það er haust...hef verið að dásamast yfir litunum á trjánum og alltaf ætlað að taka myndavélina út - lét loks verða af því í dag (kannski afþví að ég var að læra..en þá hefur maður tíma fyrir allt annað) ...að lokum ætla ég að vitna í eitt ljóð um haust

Það er haust
ekki sumar
ýttu laust
á humar

Saturday, October 13, 2007

Haust

Nú er bara eins og ég sé heima á Íslandi...farið að kólna..rigndi í gær...dimmt...en kannski aðeins meiri lauf sem hrynja hérna á jörðina...en gaman gaman, því að nú get ég farið að nota fötin mín!:)



haust kveðjur

Berglind

Wednesday, October 3, 2007

Munur á munum

Í Bandaríkjunum ... er margt ólíkt því sem er á Íslandi og kemur mismikið á óvart t.d var ég búin að búa mig undir að það mætti beygja til hægri á rauðu ljósi , að þegar einhver segir "hvernig hefur þú það" þá er hann ekki endilega að búast við svari.
Finnst smá skrítið að hér eru auglýst lyf í sjónvarpinu...astmalyf...krabbameinslyf, þunglyndislyf ...- og ennþá skrítnara fannst mér þegar ég fékk sent ávísunarhefti frá bankanum mínum- hef ekki séð svoleiðis síðan ég bað mömmu um að gefa mér ávísun þannig að ég gæti keypt mér hjól...árið 1989
En það sem hefur nú alveg látið mig standa í rogastand , rogastand segi ég - er eithvað sem ég var bara alls ekki búin að búa mig undir - en það eru - dömubindi...blómalyktandi dömubindi með blómamyndum. -
blómakveðjur
Berglind