Thursday, November 29, 2007

Þá er Rósa frænka farin - því miður kemur hún ekki mánaðarlega eins og hin Rósa frænka - *tjíng* En var að setja myndir af mér og Rósunni þegar við vorum á Kendall hótelinu á okkar rómantísku get-a-way...*tjíng*

hér er smá sýnishorn....en við komumst einmitt að því hversu góðir myndasmiðir við erum!!!


það sést alveg næstum í okkur báðar!!vóhó!!! *tjíng*



En það er allavegana eitt gott við að Rósa fór....ég þarf ekki lengur að deila súpermanninum
mínum!!! Fjúkkett...*tjíng*!!!



Súperkonukveðjur
Berglind *tjíng* :)

Wednesday, November 21, 2007

Heimsókn Rósu Frænku

Nú er Rósa frænka komin...hef mjög sjaldan sótt einhvern á flugvöll - eða svona einhvern sem er að heimsækja mig...og já þetta var mjög furðulegt...það voru allir grátandi á flugvellinum - ég var farin að halda að það væri eithvað að...var mjög ánægð að Rósa kom aðeins seinna en grátfólkið - ég var alveg næstum því farin að gráta en náði að herða mig og hrækti bara í staðin.
Fékk alveg rosa góða nammipakka...íslenska nammipakka og harðfisk...

.....svona var ég glöð..ég hreinlega glansa af gleði...


Svo gaf Rósa mér 100 íslensk 80´s lög..og er ég núna að hlusta á lagið "endurfundir" með "upplyftingu"...ferlega skemmtilegt....hann elskar einhverja stelpu svooo mikið að hann gæti næstum dáið-hún má aldrei fara frá honum ....og hann ætlar sko að vera henni eins góður og hann MÖGULEGA getur..jahá...

Erum búnar að versla...og svo hittum við líka hana Evu Bjargarvinkonu í gær...hún er ferlega sniðug...svona gerir hún í útlöndum
og svona gerir Rósa í útlöndum


Ég og Rósa ætlum að fagna þakkargjörðarhátíðinni með því að hafa það notalegt í Boston...finnst svolítið óþægilegt að vera svona einstæðar ungar stúlkur á vappi um stórborg...þannig að ég reddaði okkur fylgdarmanni....og hann heitir súpermann...

takiði eftir treflunum okkar...þeir eru bostonískir...
Að lokum - vegna fyrirspurnar frá aðdáanda þá birti ég hérna ljóð um vetur...en það snjóaði í gær.
Það er vetur
ekki vor
þurrkaðu þér betur
þú ert með hor

Góðar kveðjur frá útlöndum
Berglind

Sunday, November 11, 2007

Afmælisbarnið ég

Ég á afmæli í dag....og í tilefni þess þá tók ég aðeins pásu frá lærdómnum hérna heima.....lærði í staðin á kaffihúsi hér rétt hjá - stúlkunum hér fannst alveg ómögulegt að ég væri ein á afmælisdeginum...en ég sagði þeim að það væri til siðs á Íslandinu að eyða deginum með sjálfum sér og hugsa aðeins um jesúm og lífið í heild en ekki sem hluta...fattiði !!! Vildi nú ekki segja þeim að ég vildi bara nýta tímann sem ég hef til að læra þar sem að ég er gömul og með hægari heila en þessar ungu stúlkur......

hér er ég með afmæliseplakökuna og gáfuleg að vanda...enda er ég að læra og þá þarf maður að líta gáfulega út og horfa uppfyrir gleraugun og setja stút á munninn...má ekki gleyma stútnum...því að það vill nú enginn gáfaða stelpu með engann stút!!!!!


En nú er mál að halda áfram lærdóminum.....aðeins 7 dagar þangað til Rósa frænka kemur í heimsókn....sko ekki "rósafrænkablæðingar" heldur frænka mín sem heitir Rósa!!! - oj..það væri nú ógeð ef ég væri að tala um blæðingar.... það gera aðeins ógeðslegar stelpur með engann stút og mjög vitlausar....



Afmælisbless

Berglind