Monday, August 20, 2007

B.Sveinbjornsdottir

Þegar ég hef farið til útlanda hefur nafnið mitt alltaf verið smá mál - . Það slapp mjög vel þegar ég vann í sumarbúðunum, en þá notuðum við "camp-names" , mjög hentugt - og einhvernvegin hefur Becca alltaf fest við mig á ferðalögum. Samt sem áður var ég eiginlega búin að ákveða að Berglind skildi ég vera hérna í Ameríkunni (fannst svolítið mikið að vera Becca í 3 ár). - En hallelúja heilagur jesúm..eru þið að grínast - ég sem var vel undirbúin fyrir fyrra nafns leiðréttingu bjóst aldrei við "seinna nafns áhrifunum"!!!

Í bandaríska kerfinu er ég ms. Sveinbjornsdottir. Þar sem að ég hef þurft að sækja um ýmislegt- (social security number - bankareikning -ökuskírteini) og skrifa undir pappíra þá hef ég þurft að nota seinna nafnið mikið - . -Sem þýðir að þær tvær vikur sem ég hef verið hér hef ég þurft að stafa nafnið mitt - útskýra það - og skrifa svona sjöþúsundtuttuguogáttasinnum niður (og þá með prentstöfum takk fyrir) -

Algjörlega uppgefin á nafnaskrifum og útskýringum byrjaði ég í þjálfun í vinnunni - og því fylgir að sjálfsögðu að segja til nafns, semsagt: Berglind góðann daginn, daginn, daginn-. Eftir fyrsta "what! how do you say it???" kjúklingaði ég algjörlega og alveg..."eeee...or just Becca". En eftir því sem leið á þá var orðið svolítið breytilegt hvað ég sagði, allt eftir því sem ég nennti, þannig að í lok dagsins kölluðu mig sumir Becca, aðrir Börglind og já ... Bella (það er algjörlega leyfilegt hjá börnum...ég meina, Darri átti í erfiðleikum með nafnið mitt lengi og kallaði mig Bengadingiding). Semsagt planið mitt algjörlega búið að klúðraðst og ég komin í einhverskonar identity kreisíness.

Ég er búin að setja mér markmið: Fyrir næstu viku verð ég að vera búin að taka bílprófið - finna linsur og ákveða hvaða nafn ég ætla að taka - það er spurning hvort að ég eigi bara að taka þetta af fullri alvöru og bæta við Ms. Sveinbjornsdottir???!!!



Sunday, August 12, 2007

Bangsi var með bíladellu og ætlaði út að aka.....

Á föstudagsmorgun tók ég lestin til Westborough. Bjóst nú við að það væri leigubíll þarna sem ég gæti náð í ..en svo var ekki...ég er komin í sveitina!!!
Íbúðin er mjög fín , deili með tveimur stúlkum - er í stóru herbergi með baði - og hjúmongus fataskáp...sem er eins og Rósa sagði, merki frá Jesúm Kristi um að ég þurfi að kaupa mér fleiri föt!!!

Annars hentar þetta mér mjög vel þar sem að blokkin liggur við hraðbrautina sem ég þarf að fara á til að keyra í vinnuna...svo eru allar hellstu búðirnar við hana.

Byrjaði á því að leigja mér bíl - og er búin að vera á fúlle swing að æfa mig á honum þar sem að ég þarf á mánudaginn (morgun) að keyra til Boston í háskólann og klára ýmisa pappírsvinnu. Æfingin byrjaði þannig að á föstudeginum keyrði ég í Wal-Mart sem er hinumegin við götuna. - þar ætlaði ég að kaupa mér hreingerningavörur - endaði með að kaupa 20 svampa og eina fötu , gat ómögulega valið um sápu því að það voru til svona 20 milljónir tegunda !!!
Á laugardaginn hófst bílaæfingin með því að keyra á starbucks sem er í verslunarmiðstöð við hraðbrautina.- fór svo í Stables til að kaupa mér prentara - en hann þarf ég til að prenta út leiðarvísi þegar ég fer að keyra um...;)Var orðin óviss með reiknisgetu mína þar sem að allir prentararnir voru hræódýrir...hringdi í pabba og hann fullvissaði mig um að ég væri að reikna rétt..þannig að ég keypti HP PHOTOSMART D7400 (lesist með hárri rödd) prentara með snertiskjá og alles - Keyrði líka í matvörubúð sem er þarna rétt hjá - ætlaði að kaupa eithvað í matinn...en aftur...þá var um svo rosalega mikið að velja -þannig að ég endaði bara á því að kaupa mér snakk, bjór,....og eina apríkósu.

Í morgun var komið að loka prófinu - að keyra þessa leið - var tilbúin með mjög fínar útprentanir af leiðinni úr nýja HP PHOTOSMART D7400 prentaranum mínum og Road map. Byrjaði á að æfa mig að keyra eftir korti - ákvað að keyra í miðbæ Westborough - það gekk bara fínt þannig að ég ákvað dempa mér-hugsaði bara.."ef ég villist þá get ég allavegana snúið við" - sem að ég komst svo að er hægara sagt en gert...en já allavegana- byrjunin gekk mjög vel - ég var meirað segja farin að setja á mig sólgleraugun, keyra með annarri og syngja með Jon bon Bovi...Bon Jon Bovi...???!!!! - þangaði til ég kom til Boston. Já..ég átti að velja einhverja aðrein...sem að ég missti af - .og endaði með því að hringsóla um miðbæ Boston í svona 1klst - fann loksins stæði og starbucks þar sem að ég tók kortin mín og fór að stúdera (í því hringir mamma-sem já...skilur kannski núna afhverju ég var svona pirruð;)) - en ég hafði sem betur fer villst í rétta átt - þannig að ég fann þetta að lokum.

Á morgun ætla ég að gera ráð fyrir svona klukkutíma auka...bara ef vera skildi að ég geri sömu mistök aftur..sem er ekki svo ólíklegt!!!

knúsílús...
Berglind sem lærði að keyra á Suðureyri!!;)




Thursday, August 9, 2007

Ratatatatataaaaa




jæja..þá er það dagur 2 í Boston.




Það vita nú flestir að ég á við sjúkdóm að stríða sem kallast "ratar ekki neitt-jafnvel þó hún fari þangað 500 sinnum röskun" .


Konan sem ég gisti hjá fór með mig um kvöldið þegar ég kom og sýndi mér lestarstöðina ofl. hentuga staði - og ég skil ekki afhverju ég var ekki að skrifa þetta niður...því að ég mundi þetta sko ALLSEKKI daginn eftir!!
í stuttu máli sagt átti ég að fara á Harvard-torg ná í kort þar..osfrv - ...ég var voða fljót að finna Starbucks sem er þarna rétt hjá - (fékk mér jógúrt! eithvað sem ég fæ mér aldrei heima...en var svo stressuð að segja eithvað vitlaust...þannig að ég valdi bara orð sem hljóma eins - jogurt og kaffi;) ) svo kom að því að labba að torginu...það er hægt að fara til hægri eða vinstri..og ég fer til vinstri.....jebb...labba og labba og labba og labba...en finnst þetta sko ekkert vera eins og þegar hún sýndi mér þetta...þannig að ég sný við..labba og labba og labba og labba...en kannast ekki við neitt..þannig að ég sný aftur við...þetta gengur svona sirka 10 sinnum, þe. ég að labba fram og til baka....þangað til að ég labba loksins alla leiðina í aðra áttina og kem að Porter square - hoppa í lest og fer í "miðbæ" boston.

Var orðin rosalega flink í lestarsamgöngum...held ég hafi farið svona 2 auka ferðir ..bara því það var svo gaman ..
En náði að fara á alla staðina..þó það hafi nú gengið misjafnlega vel - sit núna á starbucks við Harvard torg (eftir að hafa labbað í vitlausa átt-aftur!) - og var að panta bíl til að leigja mér á morgun- fæ þá íbúðina í westborough en þarf að keyra aftur til Boston á mánudaginn..þannig að ég hef helgina til að æfa mig ;)


Hér geta áhugasamir séð leiðina sem ég labbaði fram og til baka!!!;)

Með bestu kveðjum
Berglind





Wednesday, August 8, 2007

Report

Er komin til Boston.

Siminn er ekki ad virka, hlytur ad vera simakortid mitt tannig ad i dag aetla eg ad kaupa usa -simakort, fara upp a altjodaskrifstofuna i skolanum og jafnvel taka eitt bilprof.

En fyrst aetla eg ad fara a Starbucks

svo eg vitni i bilasolukonuna
yours ever truly
Berglind