Friday, February 22, 2008

Í sól og sumarbyl...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag , hann á afmæli hann Pabbipiiiii..hann á afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn Pabbi, eða Daddy Kúl Jó eins og við köllum hann í fjölskyldunni!!!!

Þá er ferðalagi mínu til Flórída lokið...kom heim úr sól og blíðu í blindbyl - Sem betur fer fór ég snemma í morgun því að flest öllu flugi var aflýst eða frestað.

Byrjaði á því að fara með Rachel á heimaslóðir til West Palm Beach þar sem að ég gisti hjá fjölskyldu hennar - held ég skilji núna alveg viðbrigðin fyrir hana að flytja hingað , húsin í West Palm eru flest öll bleik eða gul... svona eins og í teiknimynd, hérna eru þau steingrá ....svo er allt gamla fólkið líka í neonlituðum fötum og keyrir um á fínum bílum - svo er það náttúrulega veðrið... Fjölskyldan var ný búin að kaupa Wii og spiluðum við alla leikina sem hægt var að spila...mjög gaman - er með harðsperrur í rassinum á að vera í keilu (það tekur sko á!!)...og búin að prófa að syngja fyrir dómarana í American Idol -



Komst að því á dvöl minni með Farber fjölskyldunni að ég þarf nú kannski aðeins að kynna mér betur staðreyndir um Ísland - eldri kynslóðin er að spyrja mann aðeins meira um svona hluti sem maður á að vita..en ...já...ég hef aldrei verið sleip í að "vita hluti" ;) held ég hafi nú ekki sagt satt um allt- og þá bara sagði ég eithvað eða ..nja...ye... (svona til að líta ekki út eins og algjör hálviti)..fór svo að stressast með að kannski væru þau núna að googla öllum staðreyndunum sem ég sagði þeim..hmmmmm - sagði nú samt stolt frá því að forsetafrú okkar væri gyðingakona (þau eru sko gyðingafólk) frá Ísrael...og að hún væri sko ríkari en Ísland...já já...semsagt..held að ég verði ekki kynningar fulltrúi Íslendinga í útlöndunum;)

Fékk far áleiðis með Rachel og Suzie til Jöhönnu og fjölskyldu í Kissimmee (Orlando) - og þar sá ég ennþá krúttilegri hús...og krúttilegt fólk að sjálfsögðu!!!!- Við kíktum í Universal garðinn og skemmtum okkur konunglega - eru alveg komin inn í ameríska stílinn - tók Jóhönnu sirka 2 daga að rata um bæinn sinn og nágrenni..ég er ennþá að villast hérna í nágrenninu!!! -
En alveg rosalega gott að komast aðeins í sólina og fá smá lit (rauðan) svona í skammdeginu....

Að lokum samtal sem ég og mamma áttum saman áðan

B: já já já...hmmm aha...
M: já ú..já alveg rétt....mjög mikilvægt sem ég verð að segja þér....þú verður að passa þig..
B: nú ..já..(bjóst við ræðunni um að mynda alls ekki augnsambandi við fólk hérna í ameríkunni-þau drepa mann bara!!!)
M: já..þú átt ættingja þarna í Bandaríkjunum...
B: ha, hvað ertu að meina að passa mig...hvaða ættingja..
M: já....maður er alltaf að heyra svona sögur....þú átt sko frænda þarna sem heitir Arnar og er að æfa tennis...
B: ég skil ekki..afhverju þarf ég að passa mig!!!
M: já...sko....þú verður að spyrja stráka sem þú ert að hitta þarna hverra manna þeir eru...maður hefur heyrt alveg rosalegar sögur...(svo fer hún að tala um leikarann þarna..sem giftist systur sinni ...)
B: ..????
M: Já..ég hef heyrt að ættingjar gjörsamlegast SOGAST að hvor öðru og geta bara byrjað saman...
B: ok......muna það....ekki giftast Arnari: íslenskum strák sem býr í einhverstaðar í Ameríku og er að æfa tennis...hann er frændi minn....lofa því...

Setti inn nýjar myndir frá the Sunshine State

smá sýnishorn : Ég að "sexýhlaupa" á ströndinni - minnir að þau hafi allvegana gert svona í Baywatch (kannski ekki eins hvít, velklædd og með aðeins stærri brjóst)

Saturday, February 9, 2008

NBA....

Man þegar körfuboltaæðið kom til Suðureyrar...allir að spila körfubolta, sjómenn, verkakonur, sveitastjórinn...já og meira að segja lítil stúlkukind eins og ég...Fór á NBA leik á fimmtudaginn og var það mikið gaman - liðið "mitt"....Boston Celtics unnu - og var mikið um skemmtilegtheit...held að þeir spiluðu nú bara í 10 mín í senn og svo var alltaf hlé fyrir klappstýrur og allskonar skemmtiatriði!!! mikið gaman já mikið gaman

Annars er það helst í fréttum að ég tók loksins ökuprófið hérna Í MA fylki - ökukallinn var ekki sá vinalegasti.... öskraði einu sinni - já öskraði...þannig að ég og Rachel fórum að hlægja...og þá öskraði hann bara aftur...-en allt endaði nú þetta vel að lokum og ég náði nú prófinu...fjúkket...bíð nú bara eftir skírteininu - setti mig á ok lista fyrir líffæragjafa...var að spyrja Rachel hvort að hún væri með það..en hún sagði sko ekki...hafði nefnlega heyrt að læknarnir reyna ekki eins mikið að bjarga manni ef þeir sjá að maður gefi líffæri..hmmm...ég get kannski sagt..ó...var þetta líffæragjafi..ég hélt að þetta væri hljómborðsgjafi...ha!!!hohohoho..skiljiði...ORGAN...hahahahahha...bla

Vona að allir hafi lifað af óveðrið á Íslandinu....

friður og út

Berglind