Wednesday, October 3, 2007

Munur á munum

Í Bandaríkjunum ... er margt ólíkt því sem er á Íslandi og kemur mismikið á óvart t.d var ég búin að búa mig undir að það mætti beygja til hægri á rauðu ljósi , að þegar einhver segir "hvernig hefur þú það" þá er hann ekki endilega að búast við svari.
Finnst smá skrítið að hér eru auglýst lyf í sjónvarpinu...astmalyf...krabbameinslyf, þunglyndislyf ...- og ennþá skrítnara fannst mér þegar ég fékk sent ávísunarhefti frá bankanum mínum- hef ekki séð svoleiðis síðan ég bað mömmu um að gefa mér ávísun þannig að ég gæti keypt mér hjól...árið 1989
En það sem hefur nú alveg látið mig standa í rogastand , rogastand segi ég - er eithvað sem ég var bara alls ekki búin að búa mig undir - en það eru - dömubindi...blómalyktandi dömubindi með blómamyndum. -
blómakveðjur
Berglind

2 comments:

berglindb said...

Einmitt það sem ég hef verið að leita að!!!!
Var búin að reyna að sjá fyrir mér hvernig ég gæti gert heimsókn frænkunnar góðu léttbærari og hvað er þá betra en blóm? Frænkur elska blóm :)

Anonymous said...

talað er um að fólk reki í rogastand. reki segi ég.
-e.b.