Nú er Rósa frænka komin...hef mjög sjaldan sótt einhvern á flugvöll - eða svona einhvern sem er að heimsækja mig...og já þetta var mjög furðulegt...það voru allir grátandi á flugvellinum - ég var farin að halda að það væri eithvað að...var mjög ánægð að Rósa kom aðeins seinna en grátfólkið - ég var alveg næstum því farin að gráta en náði að herða mig og hrækti bara í staðin.
Fékk alveg rosa góða nammipakka...íslenska nammipakka og harðfisk...

.....svona var ég glöð..ég hreinlega glansa af gleði...
Svo gaf Rósa mér 100 íslensk 80´s lög..og er ég núna að hlusta á lagið "endurfundir" með "upplyftingu"...ferlega skemmtilegt....hann elskar einhverja stelpu svooo mikið að hann gæti næstum dáið-hún má aldrei fara frá honum ....og hann ætlar sko að vera henni eins góður og hann MÖGULEGA getur..jahá...
Erum búnar að versla...og svo hittum við líka hana Evu Bjargarvinkonu í gær...hún er ferlega sniðug...svona gerir hún í útlöndum
og svona gerir Rósa í útlöndum

Ég og Rósa ætlum að fagna þakkargjörðarhátíðinni með því að hafa það notalegt í Boston...finnst svolítið óþægilegt að vera svona einstæðar ungar stúlkur á vappi um stórborg...þannig að ég reddaði okkur fylgdarmanni....og hann heitir súpermann...

takiði eftir treflunum okkar...þeir eru bostonískir...
Að lokum - vegna fyrirspurnar frá aðdáanda þá birti ég hérna ljóð um vetur...en það snjóaði í gær.
Það er vetur
ekki vor
þurrkaðu þér betur
þú ert með hor
Góðar kveðjur frá útlöndum
Berglind