Sunday, November 11, 2007

Afmælisbarnið ég

Ég á afmæli í dag....og í tilefni þess þá tók ég aðeins pásu frá lærdómnum hérna heima.....lærði í staðin á kaffihúsi hér rétt hjá - stúlkunum hér fannst alveg ómögulegt að ég væri ein á afmælisdeginum...en ég sagði þeim að það væri til siðs á Íslandinu að eyða deginum með sjálfum sér og hugsa aðeins um jesúm og lífið í heild en ekki sem hluta...fattiði !!! Vildi nú ekki segja þeim að ég vildi bara nýta tímann sem ég hef til að læra þar sem að ég er gömul og með hægari heila en þessar ungu stúlkur......

hér er ég með afmæliseplakökuna og gáfuleg að vanda...enda er ég að læra og þá þarf maður að líta gáfulega út og horfa uppfyrir gleraugun og setja stút á munninn...má ekki gleyma stútnum...því að það vill nú enginn gáfaða stelpu með engann stút!!!!!


En nú er mál að halda áfram lærdóminum.....aðeins 7 dagar þangað til Rósa frænka kemur í heimsókn....sko ekki "rósafrænkablæðingar" heldur frænka mín sem heitir Rósa!!! - oj..það væri nú ógeð ef ég væri að tala um blæðingar.... það gera aðeins ógeðslegar stelpur með engann stút og mjög vitlausar....



Afmælisbless

Berglind

13 comments:

Anonymous said...

Elsku besta Berglind okkar til hamingju með afmælið...söknum þín og hlökkum til að fá þig heim kv Jóna, Eyþór, Kári og Saga

berglindb said...

Til hamingju með afmælið, degi of seint!!!!

Mjög gott hjá þér að muna eftir stútnum - hann er einmitt mjög mikilvægur (why?) sérstaklega þegar maður á afmæli.

Gangi þér vel með lærdóminn, manni veitir svei mér þá ekki af því að læra meira og meira, meira í dag en í gær........

Anonymous said...

Vaaahá þú ert greinilega orðin súper gáfuð þarna í ameríkunni – ég þarf að drífa í að lesa eitthvað gáfulegt svo við getum talað saman í jólafríinu.

En eigum við að spjalla í kvöld ?? Náði ekkert á þig í gær

kv harpa

Anonymous said...

Elsku Berglind.
Óska þér ynnilega til hamingju
með gærdaginn.Vona að þú hafir það
gott.Var að koma að vestan í gærkveldi einstaklega fallegt veður þar í gær þegar við nálguðumst höfuðborgarsvæðið var rok og rigning.
Kær kveðja
Gunna

berglind said...

Takk takk fyrir allir saman!!!:) og Harpa...ef þú verður heima í kvöld ..... þá verð ég online heima um 15:00 hérna...(getur verið að það sé orðinn 5 tíma munur á okkur..er ekki alveg viss) en þá er klukkan allavegana um svona 21/22 hjá þér..en ég tékka á þér...

Anonymous said...

til hamingju með afmælið Berglind besta frænka mín ég er hjá ömmu núna og pabbi er að fara sæka mig bless bless Darri frændi

Anonymous said...

Jiiii, 27 ára photoshopdrottning og glæsilegt afmælilsbarn með stút.

Nú er bara að setja allt á fullt þangað til Rósa frænka mætir á svæðið ( ohhh þetta er of skemmtilegt til að ofnota það ekki). Það er nú ekkert skemmtilegra í útlöndunum en góður gestur að heiman:)

Kossar frá København

Anonymous said...

Til hamingju með daginn um daginn Berglind! Hef enga afsökun fyrir að hafa ekki kommentað á afmælisdaginn sjálfan, mamma meira að segja minnti mig á það! En betra er seint en aldrei :)

ave said...

elsku berglind!
hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið!

eva björk bjargar

berglind said...

Takk takk allir saman :) Þú lætur heyra í þér Eva þegar þú kemur til Boston:)

ave said...

já ég geri það! á morgun, föstudag flýg ég til new york, en það er einmitt mánudagurinn 19. nóv sem planið er að fara til boston, og fara þaðan 21. nóv. Þannig að 19. og 20. nóv, mánudag og þriðjudag í næstu viku væri gaman að verða svoldið blekaðar og finna okkur sæta gæja...
ég læt í mér heyra, hringi í þig þegar út kemur!
eva björk

Anonymous said...

fallega ljóshærða og barmlitla afmælisstúlka.... ég gleymdi að kommenta á afmælinu þínu, gleymdi samt ekki sjálfu afmælinu í þetta skiptið og hringdi og afmælisspjallaði kurteisislega, sæl Berglind, hvað segirðu gott í dag, hvernig er veðrið, ertu á blæðingum?...bara kommentinu á blogginu...var að leita að þér á skæpinu áðan en þú varst ekki þar...koddu að skæpa!

Anonymous said...

Nice blog

http://mp3nation.blogspot.com
http://gameimpacto.blogspot.com
http://technoq.blogspot.com