Sunday, November 23, 2008

Takk takk fyrir afmæliskveðjur :)

Nú er ég orðin 28 ára...þroskuð ung kona , 2 ár í 30 ára...og þá eru 3 ár þangað til ég verð 33 ára...ég hlakka til að vera 33 ára!!!!

En annars er lítið að frétta-kuldinn er kominn til Boston og þá eru sko ullarpeysurnar og vestið sem ég fékk frá mömmu nauðsynleg!!!!

Skólinn ennþá í gangi og vinnan...ég er líklega komin með lokaverkefni..en það er ennþá í vinnslu - tímarnir fínir - er ennþá ekki alveg nógu örugg í að tala...meira svona mjööög vandræðaleg - sérstaklega undir pressu...en held það séu nú allir orðnir vanir því...tókst að tala um brjóstin á mér og "urinal bowls" í mest stressandi tíma í alheiminum - þar spyr kennarinn okkur spurninga...og einkuninn okkar er byggð á svörunum...kennarinn er þekktur fyrir að vera "nasty" og láta nemendur finna fyrir því ef þeir segja eithvað vitlaust. Allavegana - ég er vön að horfa niður - svona að undirbúa mig áður en ég er valin til að svara spurningu - þarna sit ég með samnemendum mínum og horfi niður...þá segir kennarinn "I can´t tell ... is Berglind cheating??" - þá lít ég upp og segi .... " yes .. my breasts are not normally this big...i hid my notes in my shirt" ...já einmitt..alveg viðeigandi....en hann var nú meira að segja þetta í gríni - og ég afsakaði mig bara og sagði að það væri sko mjööög viðeigandi að tala um brjóstin sín við kennara sína á íslandinu....svo fékk ég erfiða spurningu sem ég einhvernvegin tókst að tala um klósett og urinal bowls fyrir stráka....fékk sem betur fer rétt fyrir svarið - en já...er sú fyrsta sem hefur talað um brjóst fyrir framan þennan kennara- halelúja fyrir mér!!!!

Er að fara á James Bond....bæbæbbæbæ
Berglind brjóstgóða

6 comments:

SewPolkaDot said...

Tíhíhí, þú ert nú algjör snillingur Berglind, mikið eru kennararnir þarna heppnir að hafa þig sem nemanda :D

SewPolkaDot said...

Gleymdi einu...
Kemurðu eitthvað heim um hátíðirnar?
Kv. Pálína

berglind said...

já ég kem 24 des;) og fer ...að mig minnir 2, 3 eða 4;)

Anonymous said...

Er til meiri snillingur mar bara spyr sig

Anonymous said...

jæja nú er komin tími á blogg :) það er alltaf gaman að heyra frá ævintýrum þínum í USA :) en ég ætla á mótmælin á morgun og síðan verð ég með Darra björg ætlar í Svett og spá íbúðin hennar er mjög fín og staðsetningin er frábær stutt í skólan og vinnuna hjá Björgu en hafðu það sem best kveðja mamma xxxxxxxxx

Nielsen said...

Jæja... nú þýðir ekkert að halda í þennan unga aldur lengur.
Nýtt ár komið og senn líður að nýjum aldri.
Farðu að blogga, maddama :)