Monday, September 3, 2007

DMV

Ég átti víst að vera búin að fá netið á laugardaginn...en hlutirnir hér ganga hægt og eru mjög flóknir! Ég er t.d. búin að fara svona 10 sinnum á DMV (Department of Motor Vehicles) - og DMV er staður sem maður vill ekki vera á - biðin er svona 1 klst að minnsta kosti og afgreiðslufólkið er ekki það vinalegasta . Þetta blessaða bílpróf hefur tekið sinn tíma... ég er að vinna frá 8 - 16 alla daga...og það er bara hægt að taka skriflega prófið til klukkan fjögur virka daga..nema fimmtudaga- þannig að þá fimmtudaga hef ég brunað í DMV og ætlað að taka bílprófið...fyrst þegar ég gerði það vantaði eitt skjal, í annað skiptið gleymdi ég vegabréfinu mínu..en seinasta fimmtudag náði ég að taka prófið. En ég er sko ekki búin - ég þarf að fara í verklegt ökupróf - og það þarf að bóka eftir að maður tekur skriflega prófið - og í því þarf ég að vera með "sponsor" semsagt einhvern sem ég þekki og er eldri en 21 -. Og aftur er smá vesen að taka það eftir vinnu...þannig að ég get tekið það eftir eina og hálfa viku- Í smá tíma var ég bjartsýn þar sem að ég er komin með bíl til að kaupa mér - og ég þarf að koma með bíl í verklega prófið...stelpa í vinnunni ætlar að selja mér bílinn sinn..sem er gott mál (Auður þetta er langrassa bíll!!!!!!!;) ) - ég þarf að fara í DMV til að skrá bílinn á mitt nafn og fá númerplötu (er að pæla í að fá mér plötu sem á stendur "united we stand" eða "support our troopers"!!!;) ) ..en fyrst þarf ég að finna tryggingafélag. Farin að hlakka til að keyra minn bíl... ætlaði bara að skila bílaleigubílnum um leið og ég fengi tryggingarnar (morgun eða hinn) og keyra minn bíl...en það er víst ekki hægt. Ég má ekki keyra minn eigin bíl þar sem að ég er ekki komin með bílprófið -semsagt, ég má keyra bílaleigubíl á international ökuskírteininu..en ekki minn eigin bíl..úfffff....Á föstudaginn var ég komin með gubbupest af þessu bílastandi...en gladdi mig með því að netið væri allavegana komið á Laugardaginn. Cable gæjinn bankaði upp á laugd. og þurfti þá að tala við eithvað viðgerðarfólk hér sem er bara allsekki við um helgar...og þar sem að netfyrirtækið getur ekki sent einhvern klukkan fimm..eða fjögur...heldur " hann kemur einhverntíman á milli 12 og 17" þá get ég bara gert þetta um helgar...- fúff...fúff..fúff....:)

En annars hefur helgin verið alveg glimrandi. Við stelpurnar fórum til Cape Cod , svona til að nýta fyrstu löngu helgina okkar. Ég borðaði massívan humar í fyrsta skiptið, náði að subba humar yfir mig og fólk í grenndinni, fór í karókí á klæðskiptinga bar, fór á ströndina og náði að brenna fallegt munstur á magann minn, sá úlf og uppgötvaði að í skottinu á bílaleigubílnum mínum er öryggisspotti fyrir fólk sem hefur verið læst í skottinu - með leiðbeiningar um að hlaupa í andstæða átt við bílinn!!!:)

xxx og zzz

Berglind














8 comments:

Anonymous said...

Hvað getur maður sagt annað en ÚFFFFNESS!!! Ameríkan er ekkert grín!!

Við erum orðin ótrúlega spennt yfir afhendingu ,,langrassins". Leggjum til að þú skiptir út biblíunni fyrir flotta mynd af þér þar sem þú hallar þér upp að langrassinum, nú eða situr upp á honum.

Verð nú annars að óska þér og fjölskyldunni til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, hana Sögu. Mjög fallegt nafn og passar vel inn í fjölskylduna. Við Daði höfum reynt að kíkja á hana en það gengur ekki vel. Við töldum Eyþór vera föður barnanna en við virðumst ekki alveg vera inni í fjölskylduleyndarmálunum.

Bestu kveðjur frá Kaupmannahöfn þar sem Auður hjólar ekki um á langrassa hjóli :(

Anonymous said...

Ha ha en þetta fer nú vonandi að ganga hjá þér Berglind.
Ég setti nýtt lykilorð á síðuna svo að vonandi ættu nú allir að geta séð fallegustu börnin á bandaríska Íslandinu.

Heyri í þér kv Vallarbúar

Anonymous said...

Takk Jóna, við erum búin að kíkja á síðuna. Mikið er Saga fín og Kári flottur stóri bróðir :)

Gangi ykkur rosa vel með allt og njótið lífsins litlu Ameríkunni. Berglind, við hlökkum til að eiga skæp deit við þig í hinni einu sönnu stóru Ameríku. Það var Ameríkani með mér í tíma í dag, held ég fari ekkert nánar út í það... jiminn!!

berglind said...

hey hó... gleymdi alveg að segja að ég er búin að setja inn nýja myndasíðu..með nokkrum myndum:) undir.

Olla said...

ahhhhhhhhaaaaaaaaaaaaa..... humar!

við vitum öll hvað það þýðir!

Unknown said...

HALLÓ BERGLIND! Ég er búin að vera að lesa bloggið þitt og flissa og flissa. Mér finnst þú fyndin. Mér finnst líka fyndið að hugsa til þess hvernig það er að vera í bíl með þér þegar þú keyrir furðulegustu leiðir og ratar ekki bofs.
Ég þekki reyndar þetta með að þurfa prenta út kort, þurfti að prenta út google map til að rata niðrí nörrebro. Á mjúkrassa hjóli (skil ekki langrassa dulmálið).
Med venlig hilsen
fra Hilsa Pylsa.

berglindb said...

Heyrðu, nú er orðið svo langt síðan þú bloggaðir síðast að annað hvort hefurðu fengið vinnu hjá DMV eða einhver hefur læst þig í skottinu og tekið öryggisspottann.
Á að senda einhvern til að bjarga þér??? Öryggissveitin hans Björns Bjarna er miklu betri en þær sem Bush hefur yfir að ráða ;) þær redda þessu á no time

berglind said...

hehehe..já ég ætti eiginlega að fá vinnu á DMV !!! en ætla að skrifa núna um helgina...:)