Sunday, September 16, 2007

ég og bíllinn minn......


jæja-ákvað að taka mér pásu frá að þykjastaðveraaðlæra - Er loksins komin með bíl..en bílpróf..hmmm-held ég noti bara alþjóðlega ökuskírteinið mitt núna þetta árið..mér er bara ekki ætlað að taka þetta próf. Seinasta þriðjudag var ég tilbúin með öll plögg - Rachel var sponsorinn minn- komnar á bílinn hennar og fengum meira að segja að fara fyrr úr vinninni til að mæta alveg örugglega ekki of seint.- Að bílnum labbar mjög vígaleg kona gefur mér allskonar fyrirmæli um að gefa stefnuljós til vinstri -hægri..kíkir á ljósin og sest svo í bílinn - og segir að ég geti ekki tekið prófið í dag þar sem að það er ekki bílnúmeraplata að framan - og það er sko alveg bannað in the state of Massachussets!!! já já...við héldum að hún væri að djóka - en nei henni stökk ekki á bros og sagði mér að rískedjúla tímann...sem ég er ekki búin að gera...
Ætla bara að gleyma þessu um tíma og einbeita mér að náminu og vinnu..en það er alveg nóg að gera í þeim málum...
Er annars komin með íbúðarfélaga...tvær brasilískar stúlkur, eru báðar komnar til að vinna hérna og verða hér í ár. Byrjuðum á því að kaupa okkur sjónvarp saman - og ég get væntanlega leyft þeim að njóta visku minnar í sambandi við bílamál á þessu svæði...vúhú !!!

læt fylgja hérna með tvær myndir af mér og kreisíííí bílnum mínum!!!!!! Mjög góður bíll ..en finnst hann ekki alveg passa við mig..þe. stærðarlega...ég sést eiginlega ekki þegar ég keyri hann!!!;)


sportbílakveðjur

Berglind












6 comments:

Anonymous said...

Þvílíkur kaggi og þvílík skvísa. Gæjarnir í Westborough missa alla einbeitingu þegar þú reykspólar um pleisið... Sennilega best að þú sért ekkert að rúnta um Malborough, þá ríkur sennilega skilnaðartíðnin í hæstu hæðir. Ætlaru ekki örugglega að fá þér risa spauler og bassabox í skottið?

Venlig hilsen, Ausa Rassmussen

Anonymous said...

HAHA :)kreisí bíll, sko aldeilis hægt að krúsa á þessum.
Bestu kveðjur frá Mósó

berglind said...

já er sko algjörlega búin að krúsa á þessum bíl á Route 9!;) Finnst þetta líka hressa upp á lúkkið mitt...nú er ég með tattú á hálsinum og á kagga!!! Halló halló...næst smelli ég mér bara í leðurbuxurnar og hlýrabolinn...kannski að fara að lyfta svona upp á að massa mig aðeins upp!!!!

og Harpa..var í svolitla stund að fatta hver þetta var..."hvern þekki ég eiginlega í Mosó - semsagt mosfellssveit" hehehe...

Anonymous said...

Ég er svo sammála þessi bíll er ekki aaalveg þú en má maður ekki alltaf breyta aðeins út af venjunni? Þú hefur varla búist við að finna lítinn bíl í hinni stóru AMERIKU.

Anonymous said...

Kveðja frá Mósó, ha ha ha

Ég var einmitt mikið að spá hvern miss USA þekkti í Mosfellssveit. Tel mig nefnilega þekkja alla sem hún þekkir, djók!

en kveðja frá Danó til Mósó og Bandó.

Anonymous said...

vá þú ert sjúklega sportbílasportleg!

MAGNAÐ