Monday, January 14, 2008

Í dag

...fór ég ekki í vinnuna – flest öllum skólum var lokað á svæðinu vegna “gífurlegrar snjókomu”. Ég ætlaði nú alveg að mæta í vinnuna taka smá undirbúning og svoleiðis en þar sem að ég er í æfingu að vera ekki alltaf svona rosalega “dugleg” (-jájá ég hefði nú alveg mætt í vinnuna – fengið mér kaffi, unnið í klukkutíma og verið svo rosalega “dugleg” að gera ekki neitt og reyna að komast heim í snjónum) ákvað ég að taka “veikindagadag” (eins og flestir starfsmenn gera þegar skólanum er lokað) var með samviskubit í svona 10 mín..alltaf að horfa út um gluggan og hugsa “ég gæti nú alveg mokað mig út og keyrt af stað” en svo lagaðist það og ég fékk mér ristað brauð og te, semsagt líka dugleg að elda!!!

Er búin að fara tvisvar á snjóbretti með stúlkunum, er líka rosalega “dugleg” á snjóbretti, datt ekki neitt..en ég fer líka ofurvarlega...er eins og gamalmenni sem lalla mér niður brekkuna og sé ekki neitt þar sem að ég gleymdi gleraugunum – hjálpaði líka stúlkunum öðru hvoru þegar þær duttu oní skurði og brettuðust inná milli trjánna.

En annars ekkert að frétta..nema það að ég fékk bréf frá Saint Matthew´s Churches. Ég er nefnilega ein af þeim útvöldu!!!!!

Eina sem ég þarf að gera er að fara í herbergi þar sem ég get verið ein, og biðja á “Holy Ghost, Bible Prayer Rug”(sem er svona mottu plagat sem ég fékk sent) ég verða að láta mottuna snerta bæði hné mín, og þá er þetta bara alveg eins og ég sé að “kneeling before God All Mighty at the altar inside a great church of blessing


....ef ég þarf meiri gleði, frið, heilsu, peninga, nýjan bíl, nýtt hús, “healing in family communication” or WHATEVER, we as a very OLD (57) years chuch (halló...pabbi er eldri!!!) ;), want to know about it. – svo má ég bara krossa við svona tékklista fyrir hverju þau eiga að biðja og svo má ég líka senda pening til þeirra....


Þetta er pottþétt..er að segja ykkur það...þannig að látið mig bara vita ef ykkur vantar eithvað...alltaf gott að fá nýjan bíl og ég meina þegar þú ert að biðja gvuð almáttugan þá klikkar það ekki!!!!


Það fylgdi líka með spádómur...PERSÓNULEGUR spádómur..og þar stendur meðal annars :


"- Barn mitt! taktu í hjarta og anda þinn þessi orð afþví að tíminn líður hratt!(þetta er sko bréf skrifað af heilögum drottni jesúm kristi gvuð) - það er mun stærri tilgangur með lífi þínu en þú heldur - hér eru nokkrir hlutir sem þú þarft að vita" :
1) það er tími til kominn að þú setjir þér ný markmið, þú getur ekki verið hamingjusöm meðan líf þitt er svona !!!
2)ég þarf að finna einhverja leið til að nota einhvern mátt/kraft sem ég er með (skil ekki alveg...kannski svona eins og í Heroes!!!).
3) þar sem að andi hans (gvuðs) er að vinna inní mér - þá gæti ég fundið innri kraft vaxa afþví að hann er svo nálægt mér... (er reyndar búin að vera kvefuð og með slæman hósta....)
4) hann ætlar að passa að enginn verði í vegi mínum og skemmi þessi rosalegu plön sem að ég er hluti af....
svo endar það svona " my dear child....eithvað verð að sá fræi í konungsdæmið osfrv. " og Amen...


hér er mottan sem að ég er búin að biðja á fullu í tvo daga....reyndar stendur líka undir henni að ef ég horfi í augun og jesú...nógu lengi..þá opnast þau...jájá..ekkert óhugnalegt við það...bara huggulegt!!!!
Megi friður vera með ykkur og megi þið vera heppin að þekkja mig... afþví að jesúm sendir mér persónulegt bréf !!!!

Berglind hin máttuga amen

7 comments:

Anonymous said...

Nice blog,
wanna link exchange?

http://mp3nation.blogspot.com

Anonymous said...

Mér finnst þú hafa verið mjög dugleg að vera heima í öllum snjónum, allt að koma hjá þér:)

Mikið finnst mér spennandi verkefni að rækta aðeins sambandið við Gvuð á nýju ári. Vona að það skili þér öllu sem þú hefur nokkurntímann óskað þér.
Get glatt þig með því að ef bænirnar á mottunni fara ekki að skila sínu fljótt þá get ég komið sterk inn. Ég fékk nefnilega bréf í dag frá góðum breta sem var að leita að traustri konu í ákveðið verkefni. Sá breski vinnur í banka og er búinn að finna bankabók með 8.5 miljónum PUNDA og eigandinn er dauður. Nú vill hann að ég þykist vera frænka eigandans og nái út peningunum. Svo fæ ég að eiga helminginn af stóru fúlgunni. Þú veist af þessu ef Gvuð klikkar. Pengingarnir hljóta að vera rétt ókomnir til mín, hann var svo einlægur og glaður að hafa fundið mig, hina einu réttu í jobbið.

Ps. ég rúllaði upp prófinu. Ég er alveg rosaleg í þessum krossum...

berglind said...

Auður..hver helduru nú að hafa beðið til þess að þér myndi berast væn peningafúlga-það var einmitt bæn númer 3 í fyrradag..þarna sannast bara að vegir gvuðs eru órannsakanlegir!!! ótrúlegur þessi gvuð...

berglind said...

já og TIL HAMINGJU MEÐ PRÓFIÐ kona...jesú hafði nú ekkert að gera með það.. - ég bað bara fyrir peningamálum engu öðru!!!

Anonymous said...

Auðvitað, alveg mátti ég vita að þið Gvuð ættuð einhvern þátt í þessu. Takk kæra vinkona fyrir að hafa mig í bænum þínum. Ég kaupi eitthvað fallegt og sendi þér um leið og peningarnir koma.

Gætir þú kanski komið því inn í bænadagskrá kvöldsins að biðja fyrir velgengi minni í munnlega prófinu sem er á næstunni. Er ekki alveg jafn örugg með mig þar eins og í krossunum.

Hvernig er það, ertu ekki farin að safna týndum sauðum í nýju kirkjuna þína? ég væri alveg til í svona mottu...

Anonymous said...

Ég er í sjokki, getur þetta verið;

www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/16/varad_vid_fjarsvikabrefum/

nú verður þú að redda mér mottu kæra vinkona...

berglind said...

hehe...nei nei...var maðurinn sem sendi þér frá Nígeríu?? ef að hann er ekki frá Nígeríu þá er hann ekki svikahrappur..þannig er það bara...jésú færi nú ekki að senda þér e-h rugl..hann segist einmitt oftast vera breti!!!