Saturday, January 19, 2008

sjeise sjeise sjeise...ég er að reyna að læra...hef verið að reyna síðan 8 í morgun, en í staðin hef ég skoðað öll blogg í heiminum, horft á nokkra þætti af American dad, farið inn á mbl.is milljón sinnum,tékkað á veðrinu hundrað sinnum, spjallað við systu nokkrum sinnum, drukkið 7 bolla af tei og skoðað allar myndirnar mínar (lagði mig líka inn á milli þar sem að það tekur svo rosalega á að læra)... ég bara get ekki lært og þegar ég byrja þá næ ég að skrifa svona tvær línur og svo er ég farin eithvað allt annað. Er alveg búin að gera mér grein fyrir því að hefði ég haft tölvu þegar ég var í háskólanum þá hefði ég líklegast aldrei útskrifast!!! ...

En annars... er helst í fréttum (fyrir utan það að ég get ekki lært) að ég er að fara "snow tubing" á morgun - og svo er ég að fara til Flórída í febrúar, fer fyrst til West Palm Beach þar sem að ég ætla að sjálfsögðu að fara á skauta í bikiní með vasadiskó...svo fer ég til Orlando (eða þar rétt hjá) og hanga með hómíunum mínum Jóhönnu Ósk og có - það verður gaman :)

Núna ætla ég að fara að sofa - horfa smá á american dad og planið er að vakna snemma og læra áður en ég fer að renna mér...je ræt!!!

Megi hinn heilagi andi og jesú og guð blessa ykkur öll og vonandi eigið þið nóg að bíta og brenna

berglind

6 comments:

Anonymous said...

mér finnst bara svo miklu auðveldara eftir að jesú flutti inn til mín að taka svona komment til mín! Því á veit ég að hann er alveg ótrúlega oft með mér! Nema kannski helst þegar ég er annarsstaðar en heima hjá mér...til dæmis í skólanum. Hef ekki séð hann þar!

Nielsen said...

Hann er í heimsókn hjá mér þessa dagana :)

Anonymous said...

YESSSSSSSSSSSSSSSSS!

Loksins gat ég gert athugasemd :D

Eilíf hamingja!!!

Anonymous said...

Stelpur, stelpur, er ekki alveg að fatta ykkur. Hann er bæði fluttur inn til Ollu í Björgvin og er á sama tíma í heimsókn hjá Nielsen í Tokyo... Er ekki eitthvað gruggugt í gangi hér, maður spyr sig.

Nú er ég farin að læra, alein að læra. Held barasta að ég spjari mig.

Berglind, ég stóla á að þú millilendir í Kaupmannahöfn á leiðinni til Orlando. Hlakka til!!

Anonymous said...

haha.... já. ég kannast við þetta....ég ætlaði að skrifa örlítið í baritgerðina í gær...en til að komast í stemninguna þurfti ég að kveikja á reykelsum og inverskri chant tabla tónlist....af því að ritgerðin er nú þaðan.... þá fór ég náttúrulega bara í bullandi trans og skrifaði ekkert (sjálfrátt)

bros í bros
Björg

Anonymous said...

ja við erum algjörir sveymhugar þegar ég ætla að skúra þá fer ég að hringja í fólk.:) ..en ég bara hvet ykkur að halda ykkur við efnið ... kveðja mamma xxx