Friday, February 22, 2008

Í sól og sumarbyl...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag , hann á afmæli hann Pabbipiiiii..hann á afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn Pabbi, eða Daddy Kúl Jó eins og við köllum hann í fjölskyldunni!!!!

Þá er ferðalagi mínu til Flórída lokið...kom heim úr sól og blíðu í blindbyl - Sem betur fer fór ég snemma í morgun því að flest öllu flugi var aflýst eða frestað.

Byrjaði á því að fara með Rachel á heimaslóðir til West Palm Beach þar sem að ég gisti hjá fjölskyldu hennar - held ég skilji núna alveg viðbrigðin fyrir hana að flytja hingað , húsin í West Palm eru flest öll bleik eða gul... svona eins og í teiknimynd, hérna eru þau steingrá ....svo er allt gamla fólkið líka í neonlituðum fötum og keyrir um á fínum bílum - svo er það náttúrulega veðrið... Fjölskyldan var ný búin að kaupa Wii og spiluðum við alla leikina sem hægt var að spila...mjög gaman - er með harðsperrur í rassinum á að vera í keilu (það tekur sko á!!)...og búin að prófa að syngja fyrir dómarana í American Idol -



Komst að því á dvöl minni með Farber fjölskyldunni að ég þarf nú kannski aðeins að kynna mér betur staðreyndir um Ísland - eldri kynslóðin er að spyrja mann aðeins meira um svona hluti sem maður á að vita..en ...já...ég hef aldrei verið sleip í að "vita hluti" ;) held ég hafi nú ekki sagt satt um allt- og þá bara sagði ég eithvað eða ..nja...ye... (svona til að líta ekki út eins og algjör hálviti)..fór svo að stressast með að kannski væru þau núna að googla öllum staðreyndunum sem ég sagði þeim..hmmmmm - sagði nú samt stolt frá því að forsetafrú okkar væri gyðingakona (þau eru sko gyðingafólk) frá Ísrael...og að hún væri sko ríkari en Ísland...já já...semsagt..held að ég verði ekki kynningar fulltrúi Íslendinga í útlöndunum;)

Fékk far áleiðis með Rachel og Suzie til Jöhönnu og fjölskyldu í Kissimmee (Orlando) - og þar sá ég ennþá krúttilegri hús...og krúttilegt fólk að sjálfsögðu!!!!- Við kíktum í Universal garðinn og skemmtum okkur konunglega - eru alveg komin inn í ameríska stílinn - tók Jóhönnu sirka 2 daga að rata um bæinn sinn og nágrenni..ég er ennþá að villast hérna í nágrenninu!!! -
En alveg rosalega gott að komast aðeins í sólina og fá smá lit (rauðan) svona í skammdeginu....

Að lokum samtal sem ég og mamma áttum saman áðan

B: já já já...hmmm aha...
M: já ú..já alveg rétt....mjög mikilvægt sem ég verð að segja þér....þú verður að passa þig..
B: nú ..já..(bjóst við ræðunni um að mynda alls ekki augnsambandi við fólk hérna í ameríkunni-þau drepa mann bara!!!)
M: já..þú átt ættingja þarna í Bandaríkjunum...
B: ha, hvað ertu að meina að passa mig...hvaða ættingja..
M: já....maður er alltaf að heyra svona sögur....þú átt sko frænda þarna sem heitir Arnar og er að æfa tennis...
B: ég skil ekki..afhverju þarf ég að passa mig!!!
M: já...sko....þú verður að spyrja stráka sem þú ert að hitta þarna hverra manna þeir eru...maður hefur heyrt alveg rosalegar sögur...(svo fer hún að tala um leikarann þarna..sem giftist systur sinni ...)
B: ..????
M: Já..ég hef heyrt að ættingjar gjörsamlegast SOGAST að hvor öðru og geta bara byrjað saman...
B: ok......muna það....ekki giftast Arnari: íslenskum strák sem býr í einhverstaðar í Ameríku og er að æfa tennis...hann er frændi minn....lofa því...

Setti inn nýjar myndir frá the Sunshine State

smá sýnishorn : Ég að "sexýhlaupa" á ströndinni - minnir að þau hafi allvegana gert svona í Baywatch (kannski ekki eins hvít, velklædd og með aðeins stærri brjóst)

6 comments:

Anonymous said...

Nú ætla ég bara að segja eins og vinkonur litlu frænku minnar þegar þær eru að setja inn "komment" á bloggið hennar... Ógeðslega (sennilega frekar Oggssllt) flott blogg hjá þér!! Bæ

Langar nú reyndar að segja að það var mjög hressandi að fá fréttir af þér. Hér eru allir hressir, það er rosa gaman í skólanum núna og svo á auðvitað að halda íslenskt júrósvisjónteiti í kvöld, þriggja manna teiti sko.

Er ánægð með mömmu þín a að passa vel upp á þig, það hefði nú verið töluvert leiðinlegra að þurfa að tilkynna þér skyldleikann þegar þið turtildúfurnar hefðuð komið í sumarfri saman til Íslands... Þetta lá nú greinilega allt í loftinu, þið svona ung og sæt og stödd í sömu heimsálfu!!

Olla said...

hahahahahahahaha mamma þín er hriiiikalega fyndin ! Langar að hitta hana og fá te.

Og til hamingju með afmælið pabbi þinn, í dag á mamma mín afmæli og er 60! Fékk ferð til Barcelona frá okkur í familíunni :) fer með henni 7 apríl.

Ekki borða snjó...hann getur verið eitraður....

olli

Anonymous said...

Já það verður að passa upp á stúlkuna já Olla það er langtsíðan við höfum hist og gaman væri að hittast yfir tebolla og til hamingu með mömmu þina,Núna erum við Darri að fara að spila uppáhldsspilið hans sem heitir Þjófur og hann vinnur alltaf í
því :)...bless mamma xxx

berglind said...

Auður, er það ekki dæmigert þegar maður á möguleika á ást ...þá er vonin kramin!! þetta er svo ótrúlegt... þetta gerði sko útslagið...ég ætla ALDREI að eignast mann!!!!

Olla, er einmitt ekki búin að borða snjóin hér...lét eina af vinkonunum smakka hann og hún ældi-greyið..en passaðu þig á sólinni í barðelóna hún gerir mann rauðann..

mamma, var farin að sakna -xxx- ánægð með að þú ert farin að skrifa það aftur!!!;)afhverju pantaru þér ekki far til Noregs til hennar Ollu!!!;)

Anonymous said...

nei, þetta með að ættingjar SOGIST að hvort öðru er sko ekki vandamál á Íslandi, sérstaklega ekki á Suðureyri eða í öðrum litlum smábæjarkjörnum... ... Þar gilda önnur lögmál... einhverskonar þvingulögmál, Ættingjar kremjast að hvort öðru...verða loks ástfangin þegar þau komast á unglingsárin, þ.e þegar "kremjan" öðlast merkingu eða vekur hvatir. Þetta er ástæðan fyrir því hve íslendingar þurfa að vera sleipir í ættfræðinni... svona eins og að finna lykt af ónýtum mat...matter of þróun, survival...
TAKK fyrir að minna Berglindi á mikilvægi genabreytileika og hennar ábyrgð í afkomumöguleikum okkar...
Björg

Elva said...

... best ad kyssa bara kínverja á medan á dvøl thinni stendur...jább....