Saturday, February 9, 2008

NBA....

Man þegar körfuboltaæðið kom til Suðureyrar...allir að spila körfubolta, sjómenn, verkakonur, sveitastjórinn...já og meira að segja lítil stúlkukind eins og ég...Fór á NBA leik á fimmtudaginn og var það mikið gaman - liðið "mitt"....Boston Celtics unnu - og var mikið um skemmtilegtheit...held að þeir spiluðu nú bara í 10 mín í senn og svo var alltaf hlé fyrir klappstýrur og allskonar skemmtiatriði!!! mikið gaman já mikið gaman

Annars er það helst í fréttum að ég tók loksins ökuprófið hérna Í MA fylki - ökukallinn var ekki sá vinalegasti.... öskraði einu sinni - já öskraði...þannig að ég og Rachel fórum að hlægja...og þá öskraði hann bara aftur...-en allt endaði nú þetta vel að lokum og ég náði nú prófinu...fjúkket...bíð nú bara eftir skírteininu - setti mig á ok lista fyrir líffæragjafa...var að spyrja Rachel hvort að hún væri með það..en hún sagði sko ekki...hafði nefnlega heyrt að læknarnir reyna ekki eins mikið að bjarga manni ef þeir sjá að maður gefi líffæri..hmmm...ég get kannski sagt..ó...var þetta líffæragjafi..ég hélt að þetta væri hljómborðsgjafi...ha!!!hohohoho..skiljiði...ORGAN...hahahahahha...bla

Vona að allir hafi lifað af óveðrið á Íslandinu....

friður og út

Berglind

4 comments:

Anonymous said...

........meinarðu orgelsgjafi......?

berglind said...

jábbs...orgel=hljómborð..held ég...;)

Olla said...

hljórgel !!!!

Elva said...

Til haningju med bílprófid hljórgel!!! Mig langar líka á NBA leik... xxx frá dk