Sunday, March 30, 2008

Dagur í lífi Berglindar

Bara venjulegur sunnudagur....vaknaði eiturhress eldsnemma og byrjaði að fá mér smá morgunmat og kaffi..uppgötvaði að ég er búin að vera "elda" hafragrautinn vitlaust í þó nokkuð langan tíma...skellti bara alltaf heitu vatni í örbylgjuofninn og svo bara stöffið í vatnið... en sá í morgun að á pakkanum stendur stórum stöfum "Just adding water WILL NOT cook the whole grains" - ég hef greinilega verið komin með OFURtraust á mér í eldhúsinu..farin að elda hafragraut án leiðbeininga!!!!!!
Þar sem að ég er komin í smá vorfíling ákvað ég að ryksuga herbergið mitt í annað skipti síðan ég flutti hingað..á meðan ryksugunni stóð náði ég að henda niður standlampanum, hreindýrinu “Mitch Buchanon” og tölvunni minni!!!! Var nú búin að taka allt smádót af gólfinu sem ég vildi ekki að myndi ryksugast...greinilega ekki nóg fyrir Fröken Berglindi í hreingerningarham!!!!



En annars ákváðum ég og nokkrar stelpur að halda upp á komu Vorsins að hætti Indverja á fimmtudaginn - indversk vinkona okkar kom með allskyns liti og fellst þessi athöfn í að henda nokkurskonar lituðu "hveiti" á hvor aðra...kölluðum þetta "color me beautiful" - Nú er bara spurning hvernig ég á að þrífa þetta..ha..humm....ætli þetta liti..ha..hmm...hvernig fer svona í þvotti hlýtur maður að spyrja sig...!!!!

Vorkveðjur
Berglind ryskugueldamennskuþvottameistari!!!!

3 comments:

Elva said...

Multikulti vidburdir eru kúl og grænt fer thér vel! vorkvedjur frá elvu købenmódur

Anonymous said...

Sniðugt! Fór inní eldhús og skellti úr hveitipokanum yfir mig...söng soldið líka og dansaði...og henti hveiti á gestina sem komu í kaffi...gott að fagna komu vorsins!

Þetta er skrifað af geðdeild FSA...mun ekki iðka fleiri indverska siði í bráð...enginn multikúltúr á Akureyri...
...Arndís frænka spræk sem vorlækur:)

Anonymous said...

Já Berglind mín þú hefur alltaf verið svolítill flækjufótur þegar kemur að tiltektum en ekki gefast upp :)... ég mæli með leikritinu mamma mamma það er alveg frábært En er ekki komin vorfílingur ´´i Boston stuttbuxur og hlýrabolir og sætir strákar....:)..kveðja mammaxxx og eitt auka x