Monday, January 14, 2008

Í dag

...fór ég ekki í vinnuna – flest öllum skólum var lokað á svæðinu vegna “gífurlegrar snjókomu”. Ég ætlaði nú alveg að mæta í vinnuna taka smá undirbúning og svoleiðis en þar sem að ég er í æfingu að vera ekki alltaf svona rosalega “dugleg” (-jájá ég hefði nú alveg mætt í vinnuna – fengið mér kaffi, unnið í klukkutíma og verið svo rosalega “dugleg” að gera ekki neitt og reyna að komast heim í snjónum) ákvað ég að taka “veikindagadag” (eins og flestir starfsmenn gera þegar skólanum er lokað) var með samviskubit í svona 10 mín..alltaf að horfa út um gluggan og hugsa “ég gæti nú alveg mokað mig út og keyrt af stað” en svo lagaðist það og ég fékk mér ristað brauð og te, semsagt líka dugleg að elda!!!

Er búin að fara tvisvar á snjóbretti með stúlkunum, er líka rosalega “dugleg” á snjóbretti, datt ekki neitt..en ég fer líka ofurvarlega...er eins og gamalmenni sem lalla mér niður brekkuna og sé ekki neitt þar sem að ég gleymdi gleraugunum – hjálpaði líka stúlkunum öðru hvoru þegar þær duttu oní skurði og brettuðust inná milli trjánna.

En annars ekkert að frétta..nema það að ég fékk bréf frá Saint Matthew´s Churches. Ég er nefnilega ein af þeim útvöldu!!!!!

Eina sem ég þarf að gera er að fara í herbergi þar sem ég get verið ein, og biðja á “Holy Ghost, Bible Prayer Rug”(sem er svona mottu plagat sem ég fékk sent) ég verða að láta mottuna snerta bæði hné mín, og þá er þetta bara alveg eins og ég sé að “kneeling before God All Mighty at the altar inside a great church of blessing


....ef ég þarf meiri gleði, frið, heilsu, peninga, nýjan bíl, nýtt hús, “healing in family communication” or WHATEVER, we as a very OLD (57) years chuch (halló...pabbi er eldri!!!) ;), want to know about it. – svo má ég bara krossa við svona tékklista fyrir hverju þau eiga að biðja og svo má ég líka senda pening til þeirra....


Þetta er pottþétt..er að segja ykkur það...þannig að látið mig bara vita ef ykkur vantar eithvað...alltaf gott að fá nýjan bíl og ég meina þegar þú ert að biðja gvuð almáttugan þá klikkar það ekki!!!!


Það fylgdi líka með spádómur...PERSÓNULEGUR spádómur..og þar stendur meðal annars :


"- Barn mitt! taktu í hjarta og anda þinn þessi orð afþví að tíminn líður hratt!(þetta er sko bréf skrifað af heilögum drottni jesúm kristi gvuð) - það er mun stærri tilgangur með lífi þínu en þú heldur - hér eru nokkrir hlutir sem þú þarft að vita" :
1) það er tími til kominn að þú setjir þér ný markmið, þú getur ekki verið hamingjusöm meðan líf þitt er svona !!!
2)ég þarf að finna einhverja leið til að nota einhvern mátt/kraft sem ég er með (skil ekki alveg...kannski svona eins og í Heroes!!!).
3) þar sem að andi hans (gvuðs) er að vinna inní mér - þá gæti ég fundið innri kraft vaxa afþví að hann er svo nálægt mér... (er reyndar búin að vera kvefuð og með slæman hósta....)
4) hann ætlar að passa að enginn verði í vegi mínum og skemmi þessi rosalegu plön sem að ég er hluti af....
svo endar það svona " my dear child....eithvað verð að sá fræi í konungsdæmið osfrv. " og Amen...


hér er mottan sem að ég er búin að biðja á fullu í tvo daga....reyndar stendur líka undir henni að ef ég horfi í augun og jesú...nógu lengi..þá opnast þau...jájá..ekkert óhugnalegt við það...bara huggulegt!!!!
Megi friður vera með ykkur og megi þið vera heppin að þekkja mig... afþví að jesúm sendir mér persónulegt bréf !!!!

Berglind hin máttuga amen

Thursday, January 3, 2008

*setti inn nokkrar heimajólamyndir
*hér er ennþá verrí verrí kóld
*yfir og út

Tuesday, December 18, 2007

Í tilefni að því að það var - 15 stig þegar ég fór út í morgun og nasahárin mín frusu...þá hendi ég fram einu ljóði

Það er frost
ekki hiti
borðaðu ost
Galtarviti

Sunday, December 16, 2007

Snjór snjór jól

Þá eru prófin búin og eina sem ég þarf að gera er að klára kaupa jólagjafir og vinna.


Ætlaði að klára jólagjafainnkaupin í dag...en veit ekki alveg hvort ég komist eithvað þar sem að það snjóaði svo rosalega í nótt...það snjóar víst líka í útlöndum!!


Fyrsta "snjóbylaviðvörunin" kom seinasta fimmtudag - fórum í vinnuna en þurftum svo að drífa okkur heim um eitt þar sem að það var farið að kyngja niður snjónum. Tók mig 2 tíma að komast heim (venjulega um 20 mín) - Við stelpurnar skelltum okkur út í snjóinn og þar sem að þær hafa aldrei verið í snjó þá sýndi ég þeim hvað væri hægt að gera skemmtilegt - renna sér og svoleiðis (setti inn nýjar myndir)


En já...bara að vona að það snjói nú ekkert meira....annars fá bara allir WalMart dót í jólagjöf!!!




-hreindýrið mitt Mitch Buchanon og Carolyn....
sjáumst eftir smá!!!:)



Stúfur

Thursday, November 29, 2007

Þá er Rósa frænka farin - því miður kemur hún ekki mánaðarlega eins og hin Rósa frænka - *tjíng* En var að setja myndir af mér og Rósunni þegar við vorum á Kendall hótelinu á okkar rómantísku get-a-way...*tjíng*

hér er smá sýnishorn....en við komumst einmitt að því hversu góðir myndasmiðir við erum!!!


það sést alveg næstum í okkur báðar!!vóhó!!! *tjíng*



En það er allavegana eitt gott við að Rósa fór....ég þarf ekki lengur að deila súpermanninum
mínum!!! Fjúkkett...*tjíng*!!!



Súperkonukveðjur
Berglind *tjíng* :)

Wednesday, November 21, 2007

Heimsókn Rósu Frænku

Nú er Rósa frænka komin...hef mjög sjaldan sótt einhvern á flugvöll - eða svona einhvern sem er að heimsækja mig...og já þetta var mjög furðulegt...það voru allir grátandi á flugvellinum - ég var farin að halda að það væri eithvað að...var mjög ánægð að Rósa kom aðeins seinna en grátfólkið - ég var alveg næstum því farin að gráta en náði að herða mig og hrækti bara í staðin.
Fékk alveg rosa góða nammipakka...íslenska nammipakka og harðfisk...

.....svona var ég glöð..ég hreinlega glansa af gleði...


Svo gaf Rósa mér 100 íslensk 80´s lög..og er ég núna að hlusta á lagið "endurfundir" með "upplyftingu"...ferlega skemmtilegt....hann elskar einhverja stelpu svooo mikið að hann gæti næstum dáið-hún má aldrei fara frá honum ....og hann ætlar sko að vera henni eins góður og hann MÖGULEGA getur..jahá...

Erum búnar að versla...og svo hittum við líka hana Evu Bjargarvinkonu í gær...hún er ferlega sniðug...svona gerir hún í útlöndum
og svona gerir Rósa í útlöndum


Ég og Rósa ætlum að fagna þakkargjörðarhátíðinni með því að hafa það notalegt í Boston...finnst svolítið óþægilegt að vera svona einstæðar ungar stúlkur á vappi um stórborg...þannig að ég reddaði okkur fylgdarmanni....og hann heitir súpermann...

takiði eftir treflunum okkar...þeir eru bostonískir...
Að lokum - vegna fyrirspurnar frá aðdáanda þá birti ég hérna ljóð um vetur...en það snjóaði í gær.
Það er vetur
ekki vor
þurrkaðu þér betur
þú ert með hor

Góðar kveðjur frá útlöndum
Berglind

Sunday, November 11, 2007

Afmælisbarnið ég

Ég á afmæli í dag....og í tilefni þess þá tók ég aðeins pásu frá lærdómnum hérna heima.....lærði í staðin á kaffihúsi hér rétt hjá - stúlkunum hér fannst alveg ómögulegt að ég væri ein á afmælisdeginum...en ég sagði þeim að það væri til siðs á Íslandinu að eyða deginum með sjálfum sér og hugsa aðeins um jesúm og lífið í heild en ekki sem hluta...fattiði !!! Vildi nú ekki segja þeim að ég vildi bara nýta tímann sem ég hef til að læra þar sem að ég er gömul og með hægari heila en þessar ungu stúlkur......

hér er ég með afmæliseplakökuna og gáfuleg að vanda...enda er ég að læra og þá þarf maður að líta gáfulega út og horfa uppfyrir gleraugun og setja stút á munninn...má ekki gleyma stútnum...því að það vill nú enginn gáfaða stelpu með engann stút!!!!!


En nú er mál að halda áfram lærdóminum.....aðeins 7 dagar þangað til Rósa frænka kemur í heimsókn....sko ekki "rósafrænkablæðingar" heldur frænka mín sem heitir Rósa!!! - oj..það væri nú ógeð ef ég væri að tala um blæðingar.... það gera aðeins ógeðslegar stelpur með engann stút og mjög vitlausar....



Afmælisbless

Berglind