Friday, February 22, 2008

Í sól og sumarbyl...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag , hann á afmæli hann Pabbipiiiii..hann á afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn Pabbi, eða Daddy Kúl Jó eins og við köllum hann í fjölskyldunni!!!!

Þá er ferðalagi mínu til Flórída lokið...kom heim úr sól og blíðu í blindbyl - Sem betur fer fór ég snemma í morgun því að flest öllu flugi var aflýst eða frestað.

Byrjaði á því að fara með Rachel á heimaslóðir til West Palm Beach þar sem að ég gisti hjá fjölskyldu hennar - held ég skilji núna alveg viðbrigðin fyrir hana að flytja hingað , húsin í West Palm eru flest öll bleik eða gul... svona eins og í teiknimynd, hérna eru þau steingrá ....svo er allt gamla fólkið líka í neonlituðum fötum og keyrir um á fínum bílum - svo er það náttúrulega veðrið... Fjölskyldan var ný búin að kaupa Wii og spiluðum við alla leikina sem hægt var að spila...mjög gaman - er með harðsperrur í rassinum á að vera í keilu (það tekur sko á!!)...og búin að prófa að syngja fyrir dómarana í American Idol -



Komst að því á dvöl minni með Farber fjölskyldunni að ég þarf nú kannski aðeins að kynna mér betur staðreyndir um Ísland - eldri kynslóðin er að spyrja mann aðeins meira um svona hluti sem maður á að vita..en ...já...ég hef aldrei verið sleip í að "vita hluti" ;) held ég hafi nú ekki sagt satt um allt- og þá bara sagði ég eithvað eða ..nja...ye... (svona til að líta ekki út eins og algjör hálviti)..fór svo að stressast með að kannski væru þau núna að googla öllum staðreyndunum sem ég sagði þeim..hmmmmm - sagði nú samt stolt frá því að forsetafrú okkar væri gyðingakona (þau eru sko gyðingafólk) frá Ísrael...og að hún væri sko ríkari en Ísland...já já...semsagt..held að ég verði ekki kynningar fulltrúi Íslendinga í útlöndunum;)

Fékk far áleiðis með Rachel og Suzie til Jöhönnu og fjölskyldu í Kissimmee (Orlando) - og þar sá ég ennþá krúttilegri hús...og krúttilegt fólk að sjálfsögðu!!!!- Við kíktum í Universal garðinn og skemmtum okkur konunglega - eru alveg komin inn í ameríska stílinn - tók Jóhönnu sirka 2 daga að rata um bæinn sinn og nágrenni..ég er ennþá að villast hérna í nágrenninu!!! -
En alveg rosalega gott að komast aðeins í sólina og fá smá lit (rauðan) svona í skammdeginu....

Að lokum samtal sem ég og mamma áttum saman áðan

B: já já já...hmmm aha...
M: já ú..já alveg rétt....mjög mikilvægt sem ég verð að segja þér....þú verður að passa þig..
B: nú ..já..(bjóst við ræðunni um að mynda alls ekki augnsambandi við fólk hérna í ameríkunni-þau drepa mann bara!!!)
M: já..þú átt ættingja þarna í Bandaríkjunum...
B: ha, hvað ertu að meina að passa mig...hvaða ættingja..
M: já....maður er alltaf að heyra svona sögur....þú átt sko frænda þarna sem heitir Arnar og er að æfa tennis...
B: ég skil ekki..afhverju þarf ég að passa mig!!!
M: já...sko....þú verður að spyrja stráka sem þú ert að hitta þarna hverra manna þeir eru...maður hefur heyrt alveg rosalegar sögur...(svo fer hún að tala um leikarann þarna..sem giftist systur sinni ...)
B: ..????
M: Já..ég hef heyrt að ættingjar gjörsamlegast SOGAST að hvor öðru og geta bara byrjað saman...
B: ok......muna það....ekki giftast Arnari: íslenskum strák sem býr í einhverstaðar í Ameríku og er að æfa tennis...hann er frændi minn....lofa því...

Setti inn nýjar myndir frá the Sunshine State

smá sýnishorn : Ég að "sexýhlaupa" á ströndinni - minnir að þau hafi allvegana gert svona í Baywatch (kannski ekki eins hvít, velklædd og með aðeins stærri brjóst)

Saturday, February 9, 2008

NBA....

Man þegar körfuboltaæðið kom til Suðureyrar...allir að spila körfubolta, sjómenn, verkakonur, sveitastjórinn...já og meira að segja lítil stúlkukind eins og ég...Fór á NBA leik á fimmtudaginn og var það mikið gaman - liðið "mitt"....Boston Celtics unnu - og var mikið um skemmtilegtheit...held að þeir spiluðu nú bara í 10 mín í senn og svo var alltaf hlé fyrir klappstýrur og allskonar skemmtiatriði!!! mikið gaman já mikið gaman

Annars er það helst í fréttum að ég tók loksins ökuprófið hérna Í MA fylki - ökukallinn var ekki sá vinalegasti.... öskraði einu sinni - já öskraði...þannig að ég og Rachel fórum að hlægja...og þá öskraði hann bara aftur...-en allt endaði nú þetta vel að lokum og ég náði nú prófinu...fjúkket...bíð nú bara eftir skírteininu - setti mig á ok lista fyrir líffæragjafa...var að spyrja Rachel hvort að hún væri með það..en hún sagði sko ekki...hafði nefnlega heyrt að læknarnir reyna ekki eins mikið að bjarga manni ef þeir sjá að maður gefi líffæri..hmmm...ég get kannski sagt..ó...var þetta líffæragjafi..ég hélt að þetta væri hljómborðsgjafi...ha!!!hohohoho..skiljiði...ORGAN...hahahahahha...bla

Vona að allir hafi lifað af óveðrið á Íslandinu....

friður og út

Berglind

Thursday, January 24, 2008

Jiminn....

brá svolítið þegar ég las þetta á mbl.is .... en Westborough er einmitt bærinn sem að ég bý í ...ég sem var einmitt að fara að skrá mig í þennan söfnuð...en nei eftir frekari rannsóknir komst ég að því að þetta er ekki hér í mínum bæ...heldur einhverstaðar í Kansas...hjúkket...get því verið óhrædd að leika samkynhneigða konu í Westborough á næstunni.
Annars fór ég á heimasíðuna þeirra (trúarsafnaðarins) og komst að því að þeir hata sko fleiri en samkynhneigða...hata t.d. svía, íra og ameríku mjög mikið - spurning um að flytja bara þegar maður hatar svona marga....ég segi bara si svona...
En annars hafið það gott öllsömul en ekki vera gömul

Berglind sem hatar engan

Saturday, January 19, 2008

sjeise sjeise sjeise...ég er að reyna að læra...hef verið að reyna síðan 8 í morgun, en í staðin hef ég skoðað öll blogg í heiminum, horft á nokkra þætti af American dad, farið inn á mbl.is milljón sinnum,tékkað á veðrinu hundrað sinnum, spjallað við systu nokkrum sinnum, drukkið 7 bolla af tei og skoðað allar myndirnar mínar (lagði mig líka inn á milli þar sem að það tekur svo rosalega á að læra)... ég bara get ekki lært og þegar ég byrja þá næ ég að skrifa svona tvær línur og svo er ég farin eithvað allt annað. Er alveg búin að gera mér grein fyrir því að hefði ég haft tölvu þegar ég var í háskólanum þá hefði ég líklegast aldrei útskrifast!!! ...

En annars... er helst í fréttum (fyrir utan það að ég get ekki lært) að ég er að fara "snow tubing" á morgun - og svo er ég að fara til Flórída í febrúar, fer fyrst til West Palm Beach þar sem að ég ætla að sjálfsögðu að fara á skauta í bikiní með vasadiskó...svo fer ég til Orlando (eða þar rétt hjá) og hanga með hómíunum mínum Jóhönnu Ósk og có - það verður gaman :)

Núna ætla ég að fara að sofa - horfa smá á american dad og planið er að vakna snemma og læra áður en ég fer að renna mér...je ræt!!!

Megi hinn heilagi andi og jesú og guð blessa ykkur öll og vonandi eigið þið nóg að bíta og brenna

berglind

Monday, January 14, 2008

Í dag

...fór ég ekki í vinnuna – flest öllum skólum var lokað á svæðinu vegna “gífurlegrar snjókomu”. Ég ætlaði nú alveg að mæta í vinnuna taka smá undirbúning og svoleiðis en þar sem að ég er í æfingu að vera ekki alltaf svona rosalega “dugleg” (-jájá ég hefði nú alveg mætt í vinnuna – fengið mér kaffi, unnið í klukkutíma og verið svo rosalega “dugleg” að gera ekki neitt og reyna að komast heim í snjónum) ákvað ég að taka “veikindagadag” (eins og flestir starfsmenn gera þegar skólanum er lokað) var með samviskubit í svona 10 mín..alltaf að horfa út um gluggan og hugsa “ég gæti nú alveg mokað mig út og keyrt af stað” en svo lagaðist það og ég fékk mér ristað brauð og te, semsagt líka dugleg að elda!!!

Er búin að fara tvisvar á snjóbretti með stúlkunum, er líka rosalega “dugleg” á snjóbretti, datt ekki neitt..en ég fer líka ofurvarlega...er eins og gamalmenni sem lalla mér niður brekkuna og sé ekki neitt þar sem að ég gleymdi gleraugunum – hjálpaði líka stúlkunum öðru hvoru þegar þær duttu oní skurði og brettuðust inná milli trjánna.

En annars ekkert að frétta..nema það að ég fékk bréf frá Saint Matthew´s Churches. Ég er nefnilega ein af þeim útvöldu!!!!!

Eina sem ég þarf að gera er að fara í herbergi þar sem ég get verið ein, og biðja á “Holy Ghost, Bible Prayer Rug”(sem er svona mottu plagat sem ég fékk sent) ég verða að láta mottuna snerta bæði hné mín, og þá er þetta bara alveg eins og ég sé að “kneeling before God All Mighty at the altar inside a great church of blessing


....ef ég þarf meiri gleði, frið, heilsu, peninga, nýjan bíl, nýtt hús, “healing in family communication” or WHATEVER, we as a very OLD (57) years chuch (halló...pabbi er eldri!!!) ;), want to know about it. – svo má ég bara krossa við svona tékklista fyrir hverju þau eiga að biðja og svo má ég líka senda pening til þeirra....


Þetta er pottþétt..er að segja ykkur það...þannig að látið mig bara vita ef ykkur vantar eithvað...alltaf gott að fá nýjan bíl og ég meina þegar þú ert að biðja gvuð almáttugan þá klikkar það ekki!!!!


Það fylgdi líka með spádómur...PERSÓNULEGUR spádómur..og þar stendur meðal annars :


"- Barn mitt! taktu í hjarta og anda þinn þessi orð afþví að tíminn líður hratt!(þetta er sko bréf skrifað af heilögum drottni jesúm kristi gvuð) - það er mun stærri tilgangur með lífi þínu en þú heldur - hér eru nokkrir hlutir sem þú þarft að vita" :
1) það er tími til kominn að þú setjir þér ný markmið, þú getur ekki verið hamingjusöm meðan líf þitt er svona !!!
2)ég þarf að finna einhverja leið til að nota einhvern mátt/kraft sem ég er með (skil ekki alveg...kannski svona eins og í Heroes!!!).
3) þar sem að andi hans (gvuðs) er að vinna inní mér - þá gæti ég fundið innri kraft vaxa afþví að hann er svo nálægt mér... (er reyndar búin að vera kvefuð og með slæman hósta....)
4) hann ætlar að passa að enginn verði í vegi mínum og skemmi þessi rosalegu plön sem að ég er hluti af....
svo endar það svona " my dear child....eithvað verð að sá fræi í konungsdæmið osfrv. " og Amen...


hér er mottan sem að ég er búin að biðja á fullu í tvo daga....reyndar stendur líka undir henni að ef ég horfi í augun og jesú...nógu lengi..þá opnast þau...jájá..ekkert óhugnalegt við það...bara huggulegt!!!!
Megi friður vera með ykkur og megi þið vera heppin að þekkja mig... afþví að jesúm sendir mér persónulegt bréf !!!!

Berglind hin máttuga amen

Thursday, January 3, 2008

*setti inn nokkrar heimajólamyndir
*hér er ennþá verrí verrí kóld
*yfir og út

Tuesday, December 18, 2007

Í tilefni að því að það var - 15 stig þegar ég fór út í morgun og nasahárin mín frusu...þá hendi ég fram einu ljóði

Það er frost
ekki hiti
borðaðu ost
Galtarviti