Sunday, March 30, 2008

Dagur í lífi Berglindar

Bara venjulegur sunnudagur....vaknaði eiturhress eldsnemma og byrjaði að fá mér smá morgunmat og kaffi..uppgötvaði að ég er búin að vera "elda" hafragrautinn vitlaust í þó nokkuð langan tíma...skellti bara alltaf heitu vatni í örbylgjuofninn og svo bara stöffið í vatnið... en sá í morgun að á pakkanum stendur stórum stöfum "Just adding water WILL NOT cook the whole grains" - ég hef greinilega verið komin með OFURtraust á mér í eldhúsinu..farin að elda hafragraut án leiðbeininga!!!!!!
Þar sem að ég er komin í smá vorfíling ákvað ég að ryksuga herbergið mitt í annað skipti síðan ég flutti hingað..á meðan ryksugunni stóð náði ég að henda niður standlampanum, hreindýrinu “Mitch Buchanon” og tölvunni minni!!!! Var nú búin að taka allt smádót af gólfinu sem ég vildi ekki að myndi ryksugast...greinilega ekki nóg fyrir Fröken Berglindi í hreingerningarham!!!!



En annars ákváðum ég og nokkrar stelpur að halda upp á komu Vorsins að hætti Indverja á fimmtudaginn - indversk vinkona okkar kom með allskyns liti og fellst þessi athöfn í að henda nokkurskonar lituðu "hveiti" á hvor aðra...kölluðum þetta "color me beautiful" - Nú er bara spurning hvernig ég á að þrífa þetta..ha..humm....ætli þetta liti..ha..hmm...hvernig fer svona í þvotti hlýtur maður að spyrja sig...!!!!

Vorkveðjur
Berglind ryskugueldamennskuþvottameistari!!!!

Monday, March 24, 2008

SAGAN



Ef að þetta er ekki krúttilegasta barn í ALHEIMINUM!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! þá veit ég ekki hvað...(án þess að vera væmin sko og gera upp á milli annarra barna.....hmmm)

Kannski ef ég drífi mig í að senda Jónu afmælisgjöfina sína þá kannski sendir hún Sögu til mín???Þið búið nú nánast á flugvellinum og það er beint flug!!! Næ ekki alveg nógu góðu sambandi við hana í gegnum skæpið..annað mál með strákana...þó að ég ljúgi þvi að ég sé í galdra/Harry Potter skóla til að ná athygli þeirra (nýjasta galdratrixið sem ég lærði í skólanum var að geta galdrað mig á hvolf - skemmtilegt þetta skæp) - En já...Síðbúin páskakveðja frá ameríkunni!!!!
Berglind sem var að setja inn nýjar myndir....

Sunday, March 16, 2008

MacSveinbjörnsdóttir

Er í algjöru rugli með dagana núna og seinasta blogg var rugl...litli frændi verður skýrður Berglindus næstu helgi ekki þessa... hafði ekki hugmynd um hvaða dagur páskanna væri núna..fer ekki í páskafrí - skil ekkert í þessum heiðingjum!!!

Þessi er allavegana með þetta á hreinu!!!

Skellti mér í St. Patricks skrúðgöngu í dag - veit ekkert hverju er verið að fagna..einhverju sem tengist Írum, það er ég viss um!!!:) Var mjög gaman, ég gekk undir nafninu MacSveinbjörnsdóttir - Rachel bjó til hálsmen fyrir mig, þeim fannst auðvitað mjög fyndið hversu langt þetta væri og vildu helst gera belti fyrir mig. Seinna nafnið mitt hefur borið meira upp á góma undanfarna daga...þeim finnst þetta alveg fáránlegt!!! Komu íslendingar í heimsókn í skólann og ein kona hafði það á orði að fyrst hafi hún haldið að konurnar þarna væru allar skildar mér þar sem þær hefðu allar sömu endinguna á eftirnafninu og ég - dóttir- !!!
Ég lendi allavegana einu sinni á dag í einhverskonar umræðum um eftirnafnið mitt - vorum að tala um það að það væri örugglega erfitt ef ég myndi gefa út rannsóknargrein...ekki séns að fólk myndi muna nafnið mitt - spurning um að ég fengi undanþágu og væri þekkt af fyrra nafninu mínu..svona eins og Madonna...!!!!
Þetta er greinilega að taka aðeins á þar sem að ég fékk martröð í nótt tengda eftirnafninu mínu, þannig var mál með vexti að ég var hjá lækni ( sko í draumnum) sem var að gera konuskoðun (ef þið vitið hvað ég meina)...og hún sagði að í USA væri það siður að taka jafnmörg sýni og stafirnir í eftirnafninu mínu væru ...semsagt 17 sýni - ég er greinilega með ör á sálinni sveimérþá heilagur jesúm!!!! Veit að Jóna og Eyþór ætla að láta Kára og Sögu hafa bæði nöfnin ..þe. Jónu og Eyþórsdóttir/son - ættuð kannski bara að huga að því að hafa Jonsson!!! :)


Kossar og knús frá MacSveinbjörnsdóttir sem er með grænt hár..því að allir vita að írar eru með grænt hár!!!!







Saturday, March 15, 2008

Stutt og laggott...

Ég er svo ánægð með að frændi minn verður skýrður Berglindus Björnsson á morgun!!!!! :)

Vildi bara koma því á framfæri....og þar sem að ég hef lítið að segja þá hendi ég nokkrum myndum á síðuna....

Skæpfundur við Berglindi frænku...sem er í "galdraskóla" í Bandaríkjunum (þeir trúa öllu þessir strákar!!!)

Og skemmtilega mamma mín!!!
Bless kex,
Berglind McSveinbjörnsdóttir (í tilefni St. Patricks day á mánudaginn)

Sunday, March 9, 2008

Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag....hún á afmæli hún Jóna Láraaaaaaaa, hún á afmæli í dag!!!!!!!!!!!

Þar sem að Jóna hefur alltaf verið mikill söngfugl þá læt ég fylgja með einn gamlan slagara sem hún gerði ódauðlegan hjá fjölskyldunni!!!;)

Til hamingju með 30 ára afmælið Jóna....:)

Thursday, March 6, 2008

Lesist 7. MARS....



Hún á...úps...ég meina: mamma á afmæli í dag..mamma á afmæli í dag....
mamma á afmæli mamma...
mamma á afmæli í dag!!!! Húrra... húrra húrraaaaaaaaa


afmælismamma



















Friday, February 22, 2008

Í sól og sumarbyl...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag , hann á afmæli hann Pabbipiiiii..hann á afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn Pabbi, eða Daddy Kúl Jó eins og við köllum hann í fjölskyldunni!!!!

Þá er ferðalagi mínu til Flórída lokið...kom heim úr sól og blíðu í blindbyl - Sem betur fer fór ég snemma í morgun því að flest öllu flugi var aflýst eða frestað.

Byrjaði á því að fara með Rachel á heimaslóðir til West Palm Beach þar sem að ég gisti hjá fjölskyldu hennar - held ég skilji núna alveg viðbrigðin fyrir hana að flytja hingað , húsin í West Palm eru flest öll bleik eða gul... svona eins og í teiknimynd, hérna eru þau steingrá ....svo er allt gamla fólkið líka í neonlituðum fötum og keyrir um á fínum bílum - svo er það náttúrulega veðrið... Fjölskyldan var ný búin að kaupa Wii og spiluðum við alla leikina sem hægt var að spila...mjög gaman - er með harðsperrur í rassinum á að vera í keilu (það tekur sko á!!)...og búin að prófa að syngja fyrir dómarana í American Idol -



Komst að því á dvöl minni með Farber fjölskyldunni að ég þarf nú kannski aðeins að kynna mér betur staðreyndir um Ísland - eldri kynslóðin er að spyrja mann aðeins meira um svona hluti sem maður á að vita..en ...já...ég hef aldrei verið sleip í að "vita hluti" ;) held ég hafi nú ekki sagt satt um allt- og þá bara sagði ég eithvað eða ..nja...ye... (svona til að líta ekki út eins og algjör hálviti)..fór svo að stressast með að kannski væru þau núna að googla öllum staðreyndunum sem ég sagði þeim..hmmmmm - sagði nú samt stolt frá því að forsetafrú okkar væri gyðingakona (þau eru sko gyðingafólk) frá Ísrael...og að hún væri sko ríkari en Ísland...já já...semsagt..held að ég verði ekki kynningar fulltrúi Íslendinga í útlöndunum;)

Fékk far áleiðis með Rachel og Suzie til Jöhönnu og fjölskyldu í Kissimmee (Orlando) - og þar sá ég ennþá krúttilegri hús...og krúttilegt fólk að sjálfsögðu!!!!- Við kíktum í Universal garðinn og skemmtum okkur konunglega - eru alveg komin inn í ameríska stílinn - tók Jóhönnu sirka 2 daga að rata um bæinn sinn og nágrenni..ég er ennþá að villast hérna í nágrenninu!!! -
En alveg rosalega gott að komast aðeins í sólina og fá smá lit (rauðan) svona í skammdeginu....

Að lokum samtal sem ég og mamma áttum saman áðan

B: já já já...hmmm aha...
M: já ú..já alveg rétt....mjög mikilvægt sem ég verð að segja þér....þú verður að passa þig..
B: nú ..já..(bjóst við ræðunni um að mynda alls ekki augnsambandi við fólk hérna í ameríkunni-þau drepa mann bara!!!)
M: já..þú átt ættingja þarna í Bandaríkjunum...
B: ha, hvað ertu að meina að passa mig...hvaða ættingja..
M: já....maður er alltaf að heyra svona sögur....þú átt sko frænda þarna sem heitir Arnar og er að æfa tennis...
B: ég skil ekki..afhverju þarf ég að passa mig!!!
M: já...sko....þú verður að spyrja stráka sem þú ert að hitta þarna hverra manna þeir eru...maður hefur heyrt alveg rosalegar sögur...(svo fer hún að tala um leikarann þarna..sem giftist systur sinni ...)
B: ..????
M: Já..ég hef heyrt að ættingjar gjörsamlegast SOGAST að hvor öðru og geta bara byrjað saman...
B: ok......muna það....ekki giftast Arnari: íslenskum strák sem býr í einhverstaðar í Ameríku og er að æfa tennis...hann er frændi minn....lofa því...

Setti inn nýjar myndir frá the Sunshine State

smá sýnishorn : Ég að "sexýhlaupa" á ströndinni - minnir að þau hafi allvegana gert svona í Baywatch (kannski ekki eins hvít, velklædd og með aðeins stærri brjóst)