Sunday, November 23, 2008
Nú er ég orðin 28 ára...þroskuð ung kona , 2 ár í 30 ára...og þá eru 3 ár þangað til ég verð 33 ára...ég hlakka til að vera 33 ára!!!!
En annars er lítið að frétta-kuldinn er kominn til Boston og þá eru sko ullarpeysurnar og vestið sem ég fékk frá mömmu nauðsynleg!!!!
Skólinn ennþá í gangi og vinnan...ég er líklega komin með lokaverkefni..en það er ennþá í vinnslu - tímarnir fínir - er ennþá ekki alveg nógu örugg í að tala...meira svona mjööög vandræðaleg - sérstaklega undir pressu...en held það séu nú allir orðnir vanir því...tókst að tala um brjóstin á mér og "urinal bowls" í mest stressandi tíma í alheiminum - þar spyr kennarinn okkur spurninga...og einkuninn okkar er byggð á svörunum...kennarinn er þekktur fyrir að vera "nasty" og láta nemendur finna fyrir því ef þeir segja eithvað vitlaust. Allavegana - ég er vön að horfa niður - svona að undirbúa mig áður en ég er valin til að svara spurningu - þarna sit ég með samnemendum mínum og horfi niður...þá segir kennarinn "I can´t tell ... is Berglind cheating??" - þá lít ég upp og segi .... " yes .. my breasts are not normally this big...i hid my notes in my shirt" ...já einmitt..alveg viðeigandi....en hann var nú meira að segja þetta í gríni - og ég afsakaði mig bara og sagði að það væri sko mjööög viðeigandi að tala um brjóstin sín við kennara sína á íslandinu....svo fékk ég erfiða spurningu sem ég einhvernvegin tókst að tala um klósett og urinal bowls fyrir stráka....fékk sem betur fer rétt fyrir svarið - en já...er sú fyrsta sem hefur talað um brjóst fyrir framan þennan kennara- halelúja fyrir mér!!!!
Er að fara á James Bond....bæbæbbæbæ
Berglind brjóstgóða
Sunday, October 19, 2008
Frettir fra USA-NU
- farid ad kolna
- settum hitann a og hann kemur upp ur golfinu....med brunalykt
- Rachel fekk Wii i afmaelisgjof
- mamma, pabbi, jona og bjorg..tid erud oll karakterar a wii
- Pabbi var med mer i lidi i hafnabolta...mamma sveik lit og var med Rachel i lidi!!!
- stofunni var breytt i tennisvoll
- Red Sox er nalaegt tvi ad komast i World series...sem samanstendur af ameriskum lidum
- Fae morg e-mail fra folki i vinnunni um hversu odyr fargjoldin eru nuna til islands...
- "rescue team" hefur verid stofnad til ad na i peningana mina sem eru fastir a Islandi....
- er ad fara ad spila hafnabolta
Bless kex
Berglind
Monday, August 25, 2008
Thursday, August 14, 2008
Hér kemur smá sýnishorn af tónleikunum sem ég fór á ekki fyrir löngu...
John Mayer...sem var bara mjög skemmtilega furðulegur drengur....
og Jack Johnson sem er ekkert furðulegur ...en skemmtilegur
Tókst að ljúka 10 km hlaupi seinastliðinn sunnudag.... Falmout Road race er það kallað....gekk bara ágætlega .... kannski pinku of heitt og ég kannski pinku of kvefuð..og með aðeins of hvíta húð...náði mér semsagt í sólsting, kvefveiki og sólbrennslu ...geri aðrir betur-en það var gaman, fólk að sprauta á mann vatni á leiðinni..henda í mann appelsínur og kalla "þú lýtur vel út - koma svooooo" !!!
Annars er ég búin að pakka... og bíð bara spennt eftir að koma heim - sjáumst eftir smá....
Monday, August 4, 2008
Sunday, July 27, 2008
Wednesday, July 9, 2008
Saturday, July 5, 2008
Tuesday, July 1, 2008
Wednesday, June 25, 2008
Tuesday, May 27, 2008
Friday, May 2, 2008
Var alveg ótrúlega gaman...
Maður fær líka svona fallegt blóm á hafnaboltaleikjum..... ;)
Setti inn myndir af glensinu á leiknum......áfram Ísland
Saturday, April 26, 2008
Hægt er að sponsera mig (áheita mig... heita á mig....mig áheita) - klikkið á linkinn fyrir neðan og svo vinstra megin á síðunni er hægt að klikka á "sponsor a walker/runner" - og svo setjið þið bara inn nafnið mitt án kommu...og ö og svoleiðis íslenskt bókstafadót - og muna svo ...."margt lítið gerir eitt stórt" og "margur er knár þótt hann sé smár" og "að styrkja Berglindi lætur gvuð elska mann aðeins meira" !!!! okei....
og hérna er linkurinn...
http://necc.kintera.org/faf/home/default.asp?ievent=262746&lis=0&kntae262746=8BE828248B064859AFCC2EADE8F6BB89
og á ensku fyrir þá sem finnst gaman að lesa ensku....
I am participating in The New England Center for Children's (NECC) 2nd Annual 5K Walk/Run for Autism on Sat, May 10, 2008 in Southborough, MA.
Please consider sponsoring me in the 5K! A donation of any amount helps a lot of special children.
(p.s. ég samdi þetta ekki - ;) )
p.s.s. ég verð rosalega vinsæl ef ég safna mestum pening !!! og svo fara allir að segja "ó..hvað Íslendingar eru gjafmildir" og "vá...við elskum íslendinga"...og "ég held ég fari til Íslands" sem að verður til þess að þau eyða peningi á Íslandi..sem gerir gott fyrir efnahaginn ...þannig að styrkja mig = betri efnahagur á Íslandi!!!!!
p.s.s.s. Fyrir þá sem skiptir engu máli að ég verði vinsæl...eða bættan efnahag á Íslandi...þá get ég bætt því við að eftir seinasta hlaup var byggð ótrúlega flott sundlaug fyrir peningana..þannig að núna getum við kennt börnunum að synda (sem að er ekki svo sjálfsagt fyrir börn í Ameríkunni...sérstaklega ekki fyrir börn með sérþarfir) :)
Skokklabbikveðjur
Berglind
Friday, April 25, 2008
Er að fara í barbekjú í dag...
xxx og auka x eins og mamma gerir
Berglind
Sunday, March 30, 2008
Dagur í lífi Berglindar
Þar sem að ég er komin í smá vorfíling ákvað ég að ryksuga herbergið mitt í annað skipti síðan ég flutti hingað..á meðan ryksugunni stóð náði ég að henda niður standlampanum, hreindýrinu “Mitch Buchanon” og tölvunni minni!!!! Var nú búin að taka allt smádót af gólfinu sem ég vildi ekki að myndi ryksugast...greinilega ekki nóg fyrir Fröken Berglindi í hreingerningarham!!!!
En annars ákváðum ég og nokkrar stelpur að halda upp á komu Vorsins að hætti Indverja á fimmtudaginn - indversk vinkona okkar kom með allskyns liti og fellst þessi athöfn í að henda nokkurskonar lituðu "hveiti" á hvor aðra...kölluðum þetta "color me beautiful" - Nú er bara spurning hvernig ég á að þrífa þetta..ha..humm....ætli þetta liti..ha..hmm...hvernig fer svona í þvotti hlýtur maður að spyrja sig...!!!!
Vorkveðjur
Berglind ryskugueldamennskuþvottameistari!!!!
Monday, March 24, 2008
SAGAN


Sunday, March 16, 2008
MacSveinbjörnsdóttir
Skellti mér í St. Patricks skrúðgöngu í dag - veit ekkert hverju er verið að fagna..einhverju sem tengist Írum, það er ég viss um!!!:) Var mjög gaman, ég gekk undir nafninu MacSveinbjörnsdóttir - Rachel bjó til hálsmen fyrir mig, þeim fannst auðvitað mjög fyndið hversu langt þetta væri og vildu helst gera belti fyrir mig. Seinna nafnið mitt hefur borið meira upp á góma undanfarna daga...þeim finnst þetta alveg fáránlegt!!! Komu íslendingar í heimsókn í skólann og ein kona hafði það á orði að fyrst hafi hún haldið að konurnar þarna væru allar skildar mér þar sem þær hefðu allar sömu endinguna á eftirnafninu og ég - dóttir- !!!
Ég lendi allavegana einu sinni á dag í einhverskonar umræðum um eftirnafnið mitt - vorum að tala um það að það væri örugglega erfitt ef ég myndi gefa út rannsóknargrein...ekki séns að fólk myndi muna nafnið mitt - spurning um að ég fengi undanþágu og væri þekkt af fyrra nafninu mínu..svona eins og Madonna...!!!!
Þetta er greinilega að taka aðeins á þar sem að ég fékk martröð í nótt tengda eftirnafninu mínu, þannig var mál með vexti að ég var hjá lækni ( sko í draumnum) sem var að gera konuskoðun (ef þið vitið hvað ég meina)...og hún sagði að í USA væri það siður að taka jafnmörg sýni og stafirnir í eftirnafninu mínu væru ...semsagt 17 sýni - ég er greinilega með ör á sálinni sveimérþá heilagur jesúm!!!! Veit að Jóna og Eyþór ætla að láta Kára og Sögu hafa bæði nöfnin ..þe. Jónu og Eyþórsdóttir/son - ættuð kannski bara að huga að því að hafa Jonsson!!! :)
Kossar og knús frá MacSveinbjörnsdóttir sem er með grænt hár..því að allir vita að írar eru með grænt hár!!!!
Saturday, March 15, 2008
Stutt og laggott...
Vildi bara koma því á framfæri....og þar sem að ég hef lítið að segja þá hendi ég nokkrum myndum á síðuna....


Sunday, March 9, 2008
Thursday, March 6, 2008
Lesist 7. MARS....
Friday, February 22, 2008
Í sól og sumarbyl...
Þá er ferðalagi mínu til Flórída lokið...kom heim úr sól og blíðu í blindbyl - Sem betur fer fór ég snemma í morgun því að flest öllu flugi var aflýst eða frestað.
Byrjaði á því að fara með Rachel á heimaslóðir til West Palm Beach þar sem að ég gisti hjá fjölskyldu hennar - held ég skilji núna alveg viðbrigðin fyrir hana að flytja hingað , húsin í West Palm eru flest öll bleik eða gul... svona eins og í teiknimynd, hérna eru þau steingrá ....svo er allt gamla fólkið líka í neonlituðum fötum og keyrir um á fínum bílum - svo er það náttúrulega veðrið... Fjölskyldan var ný búin að kaupa Wii og spiluðum við alla leikina sem hægt var að spila...mjög gaman - er með harðsperrur í rassinum á að vera í keilu (það tekur sko á!!)...og búin að prófa að syngja fyrir dómarana í American Idol -
Komst að því á dvöl minni með Farber fjölskyldunni að ég þarf nú kannski aðeins að kynna mér betur staðreyndir um Ísland - eldri kynslóðin er að spyrja mann aðeins meira um svona hluti sem maður á að vita..en ...já...ég hef aldrei verið sleip í að "vita hluti" ;) held ég hafi nú ekki sagt satt um allt- og þá bara sagði ég eithvað eða ..nja...ye... (svona til að líta ekki út eins og algjör hálviti)..fór svo að stressast með að kannski væru þau núna að googla öllum staðreyndunum sem ég sagði þeim..hmmmmm - sagði nú samt stolt frá því að forsetafrú okkar væri gyðingakona (þau eru sko gyðingafólk) frá Ísrael...og að hún væri sko ríkari en Ísland...já já...semsagt..held að ég verði ekki kynningar fulltrúi Íslendinga í útlöndunum;)
Fékk far áleiðis með Rachel og Suzie til Jöhönnu og fjölskyldu í Kissimmee (Orlando) - og þar sá ég ennþá krúttilegri hús...og krúttilegt fólk að sjálfsögðu!!!!- Við kíktum í Universal garðinn og skemmtum okkur konunglega - eru alveg komin inn í ameríska stílinn - tók Jóhönnu sirka 2 daga að rata um bæinn sinn og nágrenni..ég er ennþá að villast hérna í nágrenninu!!! -
En alveg rosalega gott að komast aðeins í sólina og fá smá lit (rauðan) svona í skammdeginu....
Að lokum samtal sem ég og mamma áttum saman áðan
B: já já já...hmmm aha...
M: já ú..já alveg rétt....mjög mikilvægt sem ég verð að segja þér....þú verður að passa þig..
B: nú ..já..(bjóst við ræðunni um að mynda alls ekki augnsambandi við fólk hérna í ameríkunni-þau drepa mann bara!!!)
M: já..þú átt ættingja þarna í Bandaríkjunum...
B: ha, hvað ertu að meina að passa mig...hvaða ættingja..
M: já....maður er alltaf að heyra svona sögur....þú átt sko frænda þarna sem heitir Arnar og er að æfa tennis...
B: ég skil ekki..afhverju þarf ég að passa mig!!!
M: já...sko....þú verður að spyrja stráka sem þú ert að hitta þarna hverra manna þeir eru...maður hefur heyrt alveg rosalegar sögur...(svo fer hún að tala um leikarann þarna..sem giftist systur sinni ...)
B: ..????
M: Já..ég hef heyrt að ættingjar gjörsamlegast SOGAST að hvor öðru og geta bara byrjað saman...
B: ok......muna það....ekki giftast Arnari: íslenskum strák sem býr í einhverstaðar í Ameríku og er að æfa tennis...hann er frændi minn....lofa því...
Setti inn nýjar myndir frá the Sunshine State
Saturday, February 9, 2008
NBA....
Man þegar körfuboltaæðið kom til Suðureyrar...allir að spila körfubolta, sjómenn, verkakonur, sveitastjórinn...já og meira að segja lítil stúlkukind eins og ég...Fór á NBA leik á fimmtudaginn og var það mikið gaman - liðið "mitt"....Boston Celtics unnu - og var mikið um skemmtilegtheit...held að þeir spiluðu nú bara í 10 mín í senn og svo var alltaf hlé fyrir klappstýrur og allskonar skemmtiatriði!!! mikið gaman já mikið gaman
Annars er það helst í fréttum að ég tók loksins ökuprófið hérna Í MA fylki - ökukallinn var ekki sá vinalegasti.... öskraði einu sinni - já öskraði...þannig að ég og Rachel fórum að hlægja...og þá öskraði hann bara aftur...-en allt endaði nú þetta vel að lokum og ég náði nú prófinu...fjúkket...bíð nú bara eftir skírteininu - setti mig á ok lista fyrir líffæragjafa...var að spyrja Rachel hvort að hún væri með það..en hún sagði sko ekki...hafði nefnlega heyrt að læknarnir reyna ekki eins mikið að bjarga manni ef þeir sjá að maður gefi líffæri..hmmm...ég get kannski sagt..ó...var þetta líffæragjafi..ég hélt að þetta væri hljómborðsgjafi...ha!!!hohohoho..skiljiði...ORGAN...hahahahahha...bla
Vona að allir hafi lifað af óveðrið á Íslandinu....
friður og út
Berglind
Thursday, January 24, 2008
Jiminn....
Annars fór ég á heimasíðuna þeirra (trúarsafnaðarins) og komst að því að þeir hata sko fleiri en samkynhneigða...hata t.d. svía, íra og ameríku mjög mikið - spurning um að flytja bara þegar maður hatar svona marga....ég segi bara si svona...
En annars hafið það gott öllsömul en ekki vera gömul
Berglind sem hatar engan
Saturday, January 19, 2008
En annars... er helst í fréttum (fyrir utan það að ég get ekki lært) að ég er að fara "snow tubing" á morgun - og svo er ég að fara til Flórída í febrúar, fer fyrst til West Palm Beach þar sem að ég ætla að sjálfsögðu að fara á skauta í bikiní með vasadiskó...svo fer ég til Orlando (eða þar rétt hjá) og hanga með hómíunum mínum Jóhönnu Ósk og có - það verður gaman :)
Núna ætla ég að fara að sofa - horfa smá á american dad og planið er að vakna snemma og læra áður en ég fer að renna mér...je ræt!!!
Megi hinn heilagi andi og jesú og guð blessa ykkur öll og vonandi eigið þið nóg að bíta og brenna
berglind
Monday, January 14, 2008
Í dag
Er búin að fara tvisvar á snjóbretti með stúlkunum, er líka rosalega “dugleg” á snjóbretti, datt ekki neitt..en ég fer líka ofurvarlega...er eins og gamalmenni sem lalla mér niður brekkuna og sé ekki neitt þar sem að ég gleymdi gleraugunum – hjálpaði líka stúlkunum öðru hvoru þegar þær duttu oní skurði og brettuðust inná milli trjánna.
En annars ekkert að frétta..nema það að ég fékk bréf frá Saint Matthew´s Churches. Ég er nefnilega ein af þeim útvöldu!!!!!
Eina sem ég þarf að gera er að fara í herbergi þar sem ég get verið ein, og biðja á “Holy Ghost, Bible Prayer Rug”(sem er svona mottu plagat sem ég fékk sent) ég verða að láta mottuna snerta bæði hné mín, og þá er þetta bara alveg eins og ég sé að “kneeling before God All Mighty at the altar inside a great church of blessing”
....ef ég þarf meiri gleði, frið, heilsu, peninga, nýjan bíl, nýtt hús, “healing in family communication” or WHATEVER, we as a very OLD (57) years chuch (halló...pabbi er eldri!!!) ;), want to know about it. – svo má ég bara krossa við svona tékklista fyrir hverju þau eiga að biðja og svo má ég líka senda pening til þeirra....
Þetta er pottþétt..er að segja ykkur það...þannig að látið mig bara vita ef ykkur vantar eithvað...alltaf gott að fá nýjan bíl og ég meina þegar þú ert að biðja gvuð almáttugan þá klikkar það ekki!!!!
Það fylgdi líka með spádómur...PERSÓNULEGUR spádómur..og þar stendur meðal annars :
Megi friður vera með ykkur og megi þið vera heppin að þekkja mig... afþví að jesúm sendir mér persónulegt bréf !!!!
Berglind hin máttuga amen